Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk var opnuð í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 4. apríl 2022 19:58 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri móttöku flóttamanna. Vísir/Sigurjón Ný móttökumiðstöð fyrir flóttafólk hefur opnað í Reykjavík þar sem Domus Medica var áður til húsa. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir mikilvægt að flóttafólkið geti leitað allrar nauðsynlegrar þjónustu á einum stað. „Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
„Þetta hefur gegnið mjög vel. Það sem gerist í þessu herbergi er svokölluð myndataka og birting. Við erum tengd Þjóðskrá hér þannig að fólk fær sína kennitölu um leið,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á meðan hann sýndi nýja móttökumiðstöð. Í miðstöðinni heldur bæði Útlendingastofnun og lögreglan úti starfsemi, þar fer fram fingrafaraskönnun og fleira. „Hér fyrir ofan erum við svo með heilsugæsluna, röntgen og fjölmenningarsetur þannig að fólk komist í búsetuúrræði. Hér eru fjölbreyttar stofnanir og hér er ein stoppistöð svo hægt sé að klára allt á einum stað.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra opnaði í dag miðstöðina sem hann segir gríðarlega mikilvæg flóttafólkinu. „Þetta er auðvitað metár í móttöku á fólki sem er að sækja um alþjóðlega vernd og þegar hafa yfir sex hundruð komið bara frá Úkraínu núna í ár. Þess vegna skiptir líka svo miklu máli að við séum að stíga þetta skref sem við erum að taka í dag að samþætta þessa þjónustu sem fólkið þarf að leitast eftir,“ sagði Guðmundur Ingi í kvöldfréttum. „Þið getið ímyndað ykkur að í þessum aðstæðum, sem þetta fólk er í að koma til nýs lands, að í staðin fyrir að þvælast milli fjögurra staða er núna hægt að sækja alla þjónustu á einum stað. Þannig að þetta er stórt skref fyrir móttöku á fólki sem er að leita sér að alþjóðlegri vernd hér á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá ljósmyndir úr móttökumiðstöðinni. Fjölmenningarsetur er með móttökumiðstöð.Vísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónVísir/SigurjónHér eru teknar ljósmyndir af flóttafólkinu.Vísir/sigurjón
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira