Fundu fimm fóstur á heimili andstæðings þungunarrofa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2022 20:52 Lauren Handy fyrir utan heimilið sitt í Washington. Skjáskot Lögreglan í Washington DC hefur til rannsóknar konu, sem kallar sjálfa sig aðgerðarsinna gegn þungunarrofum, eftir að fimm fóstur fundust á heimili hennar. Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof. Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Áður en fóstrin fundust á heimili hennar hafði hún verið ákærð fyrir að vera hluti af hópi fólks sem komið hefur í veg fyrir að fólk geti sótt heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu í Washington sem framkvæmir meðal annars þungunarrof. Lögreglan í Washington framkvæmdi leit á heimili hennar á miðvikudaginn í síðustu viku eftir að henni barst ábending þess efnis að þar mætti mögulega finna hættulegan lífsýnaúrgang. Við leitina á heimili hennar, sem er í suðausturhluta Washington-borgar, fundust fimm fóstur. Fréttastöðin WUSA9 náði myndefni frá heimili hennar þar sem sjá má lögreglufólk framkvæma leit á heimilinu. Konan, sem er 28 ára gömul og heitir Lauren Handy, er ein af níu sem var ákærð í síðustu viku fyrir að hafa ferðast til Washington-borgar í þeim tilgangi að koma í veg fyrir aðgengi fólks að heilsugæslu, sem býður upp á þungunarrof, en hópurinn streymdi athæfinu í beinni útsendingu á netinu. Fram kemur í frétt WUSA9 um málið að Handy hafi sagt í samtali við fréttamann að fólk muni „sturlast þegar það frétti“ hvað lögreglan hafi fundið á heimili hennar. Í ákærunni gegn Handy vegna heilsugæslumálsins kemur fram að Handy hafi hringt í heilsugæsluna og þóst ætla að sækja sér þar heilbrigðisþjónustu og pantað tíma. Þegar hún hafi komið þangað, 22. október 2020, hafi hún og átta til viðbótar brotist inn á heilsugæsluna og reynt að koma í veg fyrir að aðrir kæmust inn. Fimm þeirra hafi hlekkjað sig saman við stóla í innganginum á heilsugæslunni á meðan aðrir stóðu við starfsmannainnganginn til að koma í veg fyrir að sjúklingar kæmust inn um hann. Annar í hópnum hafi þá reynt að koma í veg fyrir að fólk kæmist inn í biðstofuna. Handy og hinir átta voru ákærðir fyrir að hafa brotið á sjálfsákvörðunarrétti fólks og fyrir brot á lögum um heilbrigðisþjónustu (e. Freedom of Access to Clinic Entrances Act). Lögin, sem eru alríkislög og því mun strangari viðurlög við en annars, banna fólki að hindra aðgang fólks til að sækja sér heilbrigðisþjónustu á borð við þungunarrof.
Bandaríkin Erlend sakamál Þungunarrof Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira