Vaktin: Undanhaldi Rússa frá Kænugarði að ljúka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 5. apríl 2022 22:25 Úkraínskur hermaður gengur yfir rússneskan skriðdreka sem yfirgefinn var í Andriivka, norður af Kænugarði. AP/Vadim Ghirda Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kemur til með að ávarpa öryggisráð Sameinuð þjóðanna í dag en þetta er í fyrsta sinn sem hann ávarpar ráðið frá því að innrás Rússa hófst í febrúar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa flutt flestar sínar sveitir frá norðurhluta Úkraínu. Einhvern tíma mun taka að koma þeim sveitum aftur á vígstöðvarnar í austurhluta landsins og óljóst er hver geta þeirra verður. „Stríð taka enda,“ var haft eftir utanríkisráðherra Kína eftir samtal hans við úkraínska kollega sinn. Það sem væri mikilvægt væri að skapa aðstæður fyrir varanlegan frið í Evrópu með því að tryggja öryggi allra aðila. Bandaríkin og Bretland munu freista þess að fá Rússum sparkað úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ráðamenn beggja ríkja segja þátttöku Rússa í ráðinu „farsa“. Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í ávarpi sínu uggandi yfir því að Rússar myndu sækja fram af fordæmalausri hörku í Donbas, þar sem hersveitir þeirra hafa safnast saman. Fregnir eru að berast frá Borodyanka, þar sem menn óttast að enn fleiri hafi verið myrtir en í Bucha. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað þá staðhæfingu sína að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé stríðsglæpamaður. Leiðtogar Vesturlanda hafa sameinast í ákalli um að hann verði sóttur til saka fyrir glæpi Rússa í Úkraínu. Þá hefur Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst því yfir að um úthugsaða herferð væri að ræða. Japönsk stjórnvöld tóku einarða afstöðu með Úkraínu í gær þegar þau sóttu 20 úkraínska flóttamenn loftleiðina. Talið er að um Japanir hafi þegar tekið á móti um 400 flóttamönnum sem hafa flúið átökin í heimalandinu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent