Kalt heimskautaloft berst yfir landið úr norðri Atli Ísleifsson skrifar 5. apríl 2022 07:18 Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking. Vísir/Vilhelm Eftir milda og rólega tíð í síðustu viku hefur kalt heimskautaloft nú borist yfir landið úr norðri. Búast má við köldu veðri út vikuna. Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunni. Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking, en í nótt hefur snjóað eitthvað í flestum landshlutum. Sunnan- og suðvestanlands á hins vegar að létta til með deginum. „Seint í dag bætir í snjókomuna á Norður- og Austurlandi með allhvössum vindi, geta akstursskilyrði þá orðið erfið. Frost á landinu yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á morgun er spáð norðan kalda eða strekkingi og hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu. Annað kvöld dregur síðan úr vindinum. Þegar lægir eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér oft á strik og búast má við talsverðu frosti aðfaranótt fimmtudags.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri og sums staðar talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 4 stig að deginum. Á laugardag: Suðaustan strekkingur og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Hægari vindur annars staðar, skýjað með köflum og stöku él. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Austlæg átt og líkur á snjókomu á flestum landshlutum, en slyddu syðst. Frost 1 til 5 stig norðantil, en kringum frostmark sunnanlands. Á mánudag: Austanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Sjá meira
Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunni. Í dag er útlit fyrir norðaustan strekking, en í nótt hefur snjóað eitthvað í flestum landshlutum. Sunnan- og suðvestanlands á hins vegar að létta til með deginum. „Seint í dag bætir í snjókomuna á Norður- og Austurlandi með allhvössum vindi, geta akstursskilyrði þá orðið erfið. Frost á landinu yfirleitt á bilinu 2 til 7 stig. Á morgun er spáð norðan kalda eða strekkingi og hvassara í vindstrengjum suðaustanlands. Dálítil él norðaustantil, en þurrt og bjart veður á sunnan- og vestanverðu landinu. Annað kvöld dregur síðan úr vindinum. Þegar lægir eftir kalda norðanátt, þá nær frostið sér oft á strik og búast má við talsverðu frosti aðfaranótt fimmtudags.“ Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðan 8-13 m/s, en 13-18 í vindstrengjum á suðaustanverðu landinu. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn. Á fimmtudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða þurrt og bjart veður, en stöku él norðaustantil á landinu. Áfram kalt í veðri og sums staðar talsvert næturfrost. Á föstudag: Breytileg átt 3-8. Skýjað með köflum og stöku él, einkum við ströndina. Frost víða 0 til 4 stig að deginum. Á laugardag: Suðaustan strekkingur og snjókoma með köflum á vestanverðu landinu. Hægari vindur annars staðar, skýjað með köflum og stöku él. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Austlæg átt og líkur á snjókomu á flestum landshlutum, en slyddu syðst. Frost 1 til 5 stig norðantil, en kringum frostmark sunnanlands. Á mánudag: Austanátt með slyddu eða rigningu sunnanlands, en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Sjá meira