Innlent

Álf­hildur leiðir lista VG og ó­háðra í Skaga­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði.
Frambjóðendur Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði. VG

Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari mun leiða lista Vinstri grænna og óháðra í Skagafirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar sem fram fara 14. maí næstkomandi. Listinn var samþykktur á félagsfundi í félagsheimilinu í Hegranesi í gærkvöldi.

Í tilkynningu segir að þetta sé ellefti VG listinn sem líti dagsins ljós fyrir kosningarnar.

„Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari og sveitarstjórnarfulltrúi og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, tómstunda- og félagsmálafræðingur leiða listann, í þriðja sæti er Pétur Örn Sveinsson, tamningamaður og bóndi. “

Í heiðurssæti listans er Bjarni Jónsson, nú alþingismaður, en áður sveitarstjórnarmaður til marga ára.

V listi- VG og óháð Skagafirði

  1. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari
  2. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, tómstunda-og félagsmálafræðingur
  3. Pétur Örn Sveinsson, tamningamaður og bóndi
  4. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, ráðgjafi
  5. Auður Björk Birgisdóttir, hárgreiðslumeistari
  6. Hrólfur Þeyr Hlínarson, búfræðinemi og fjósamaður
  7. Tinna Kristín Stefánsdóttir, meistaranemi í lögfræði
  8. Árni Gísli Brynleifsson, þjónustufulltrúi
  9. Hildur Þóra Magnúsdóttir, Framkvæmdastjóri
  10. Úlfar Sveinsson, bóndi
  11. Inga Katrín Magnúsdóttir, þjóðfræðingur og menntunarfræðingur
  12. Arnar Bjarki Magnússon, útgerðarmaður og bóndi
  13. Ólína Björk Hjartardóttir, atvinnurekandi
  14. Jón Gunnar Helgason, húsfaðir og smiður
  15. Páll Rúnar Heinesen Pálsson, starfsmaður í búsetukjarna í Skagafirði
  16. Helga Rós Indriðadóttir, söngkona og tónlistarkennari
  17. Valdimar Sigmarsson, bóndi
  18. Bjarni Jónsson, alþingismaður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×