Að því er kemur fram á covid.is hefur 101 látist frá upphafi faraldursins en um er að ræða sama fjölda og fyrir helgi. Má því áætla að tala látinna með Covid-19 sé nú að minnsta kosti 103.
Inniliggjandi sjúklingum á Landspítala hefur fækkað stöðugt undanfarna daga en samkvæmt tölulegum upplýsingum á vef spítalans hafa ekki verið færri inniliggjandi frá því 7. febrúar þegar 30 voru inniliggjandi.
Þá er enginn á gjörgæslu og er það í fyrsta sinn frá því í október í fyrra.