Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2022 10:41 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, steig fram í gær á Facebook og sagði sig knúna til að tjá sig um uppákomu á samkomu sem tengdis Búnaðarþingi aðfaranótt föstudags. „Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna,“ sagði Vigdís í færslu í gær. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, sagði um helgina að það væri algjört bull að Sigurður Ingi hefði látið ummæli í þeim dúr falla. Hann hefði sagt eitthvað á þá leið að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðiskonu. „Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það.“ Hvorki Sigurður Ingi né Ingveldur svöruðu ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu í gær. Sigurður Ingi tjáði sig stuttlega á Facebook eftir hádegið í gær. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Fjölmiðlar gerðu tilraun til að ræða við Sigurð Inga að loknum fundinum í morgun. Sigurður Ingi sagðist ekkert vilja tjá sig frekar um málið. Leitaði hann að ráðherrabíl sínum fyrir utan Ráðherrabústaðinn en virðist svo í framhaldinu hafa ákveðið að ganga af vettvangi. Sigurður var meðal annars spurður út í hvort hann gæti útskýrt nánar hvað hann sagði við Vigdísi, hvort hann telti stætt að sitja áfram sem ráðherra og hvort hann sæi eftir ummælunum. Þá hefur ekki komið fram hvort Sigurður hafi beðið Vigdísi persónulega afsökunar á ummælum sínum. Aðrir ráðherrar ræddu málið Aðrir ráðherrar voru spurðir álits á ummælum Sigurðar Inga. Þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún sagðist hafa rætt málið við Sigurð Inga í gær. Hún vissi þó ekki nákvæmlega hver ummælin væru sem hann hefði látið falla. Annars væri það Sigurðar Inga að ræða við hann og blaðamanna að krefja hann svara. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir miður að orðin hafi verið viðhöfð. Þau myndu þó ekki hafa áhrif á samstarf þeirra Sigurðar Inga sem hafi verið gott. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, vonast til þess að málið veki fólk til umhugsunar í samfélaginu. Hann vildi ekki svara því hvort Sigurður Ingi ætti að segja af sér. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir að Sigurður Ingi hafi gert grein fyrir mistökum sínum. Framsóknarflokkurinn sé alls ekki rasískur flokkur. Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, steig fram í gær á Facebook og sagði sig knúna til að tjá sig um uppákomu á samkomu sem tengdis Búnaðarþingi aðfaranótt föstudags. „Starfsfólk Bændasamtakanna óskaði eftir því að innviðaráðherra og fleiri væru með í myndatöku sem ég kom síðar að. Þar voru afar særandi ummæli látin falla og heyrði bæði ég það sem og starfsfólk samtakanna,“ sagði Vigdís í færslu í gær. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, sagði um helgina að það væri algjört bull að Sigurður Ingi hefði látið ummæli í þeim dúr falla. Hann hefði sagt eitthvað á þá leið að hann vildi ekki halda á Sjálfstæðiskonu. „Aðstoðarmaður ráðherrans var ekki við hlið hans þegar ummælin voru látin falla, eins og hún hefur haldið fram en myndir úr þessari myndatöku sýna það án alls vafa. Það er særandi þegar reynt er að gera lítið úr upplifun minni og þegar beinlínis rangar skýringar eru notaðar við það.“ Hvorki Sigurður Ingi né Ingveldur svöruðu ítrekuðum fyrirspurnum fréttastofu í gær. Sigurður Ingi tjáði sig stuttlega á Facebook eftir hádegið í gær. „Ég er alinn upp við það og það er mín lífsskoðun að allir séu jafnir. Þess vegna hef ég tamið mér að koma jafnt fram við alla. En mér verður á eins og öðrum. Það þykir mér miður. Í kvöldverðarboði Framsóknar fyrir fulltrúa á Búnaðarþingi síðastliðið fimmtudagskvöld, lét ég óviðurkvæmileg orð falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Á þeim orðum biðst ég innilegrar afsökunar. Í lífinu er maður alltaf að læra á sjálfan sig. Sárt er þó að sá lærdómur bitni á tilfinningum annarra.“ Fjölmiðlar gerðu tilraun til að ræða við Sigurð Inga að loknum fundinum í morgun. Sigurður Ingi sagðist ekkert vilja tjá sig frekar um málið. Leitaði hann að ráðherrabíl sínum fyrir utan Ráðherrabústaðinn en virðist svo í framhaldinu hafa ákveðið að ganga af vettvangi. Sigurður var meðal annars spurður út í hvort hann gæti útskýrt nánar hvað hann sagði við Vigdísi, hvort hann telti stætt að sitja áfram sem ráðherra og hvort hann sæi eftir ummælunum. Þá hefur ekki komið fram hvort Sigurður hafi beðið Vigdísi persónulega afsökunar á ummælum sínum. Aðrir ráðherrar ræddu málið Aðrir ráðherrar voru spurðir álits á ummælum Sigurðar Inga. Þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún sagðist hafa rætt málið við Sigurð Inga í gær. Hún vissi þó ekki nákvæmlega hver ummælin væru sem hann hefði látið falla. Annars væri það Sigurðar Inga að ræða við hann og blaðamanna að krefja hann svara. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir miður að orðin hafi verið viðhöfð. Þau myndu þó ekki hafa áhrif á samstarf þeirra Sigurðar Inga sem hafi verið gott. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, vonast til þess að málið veki fólk til umhugsunar í samfélaginu. Hann vildi ekki svara því hvort Sigurður Ingi ætti að segja af sér. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir að Sigurður Ingi hafi gert grein fyrir mistökum sínum. Framsóknarflokkurinn sé alls ekki rasískur flokkur.
Framsóknarflokkurinn Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10 „Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50 Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Í öllum öðrum lýðræðisríkjum stæði ráðherra hér og segði af sér“ Þingmaður Pírata segir ekki nóg að ráðherra biðjist afsökunar á rasískum ummælum. Í öllum öðrum lýðræðisríkjum segði hann af sér tafarlaust fyrir brot á eigin lögum. 4. apríl 2022 19:10
„Verðum að geta tekið því þegar fólk biðst afsökunar með mjög skýrum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki draga í efa heilindi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Sigurður Ingi kallaði framkvæmdastjóra Búnaðarþings „þá svörtu“ á gleðskap í tengslum við Búnaðarþing í síðustu viku. 4. apríl 2022 15:50
Biðst innilegrar afsökunar á orðum sínum um Vigdísi Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðst innilegrar afsökunar á orðum sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, aðfaranótt föstudags í gleðskap í tengslum við Búnaðarþing. Þetta kemur fram í stuttri færslu Sigurðar Inga á Facebook. 4. apríl 2022 14:55