Ögrar staðalmyndum um kynþokka með einstöku fatavali á meðgöngunni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. apríl 2022 07:00 Tónlistarkonan Rihanna fer ótroðnar slóðir í fatavali sínu á meðgöngunni. Tónlistarkonan og töffarinn Rihanna lætur óléttukúluna ekki stoppa sig þegar kemur að djörfu og glæsilegu fatavali á meðgöngunni. Rihanna gengur með sitt fyrsta barn og segist hún um leið reyna að ögra staðalmyndum um kynþokka. Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people) Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Í janúar tilkynnti tónlistarkonan að hún ætti von á barni með kærasta sínum A$AP Rocky. Síðan þá hefur hún verið óhrædd við að skarta óléttukúlunni hvert sem hún fer og hafa fatasamsetningar hennar verið hver annarri glæsilegri. „Þegar konur verða óléttar lætur samfélagið þeim líða eins og þær þurfi að fela sig og sinn kynþokka því þær séu ekki kynþokkafullar lengur. Við megum ekki trúa þeirri þvælu,“ sagði tónlistarkonan í viðtali við tímaritið ELLE. Sjá einnig: Rihanna og A$AP Rocky eiga von á barni Hún segist vera óhræddari við að prófa nýja hluti í fatavali nú en áður en hún varð ólétt. Því efnisminni, þynnri, götóttari (e. cut-outs) sem flíkurnar séu, því betra. Oft áskorun að klæða sig á þriðja hluta meðgöngunnar „Mér líður mjög fallegri en sú tilfinning kemur að innan. Þú veist að allar þessar breytingar sem líkaminn þinn er að ganga í gegnum eru vegna þess að þú ert að búa til manneskju,“ en hún tekur fram að hún sjái sérstaklega breytingar á andlitslagi sínu og nefi. „Það er þessi óléttuljómi en svo koma líka dagar, sérstaklega á þriðja hluta meðgöngunnar, þar sem þú vaknar og hugsar „oh þarf ég að klæða mig“. Förðunarvörur hjálpa mér vissulega að líða eins og eðlilegri manneskju,“ segir tónlistarkonan sem leggur sérstaka áherslu á rakakrem og skyggingarvörur nú á meðgöngunni. Hér að neðan má finna myndir af einstökum stíl Rihönnu á meðgöngunni. Rihanna talar um að „strappy“ föt séu í sérstöku uppáhaldi á meðgöngunni. Hér má einmitt sjá hana í slíkum flíkum á Fenty viðburði í Los Angeles í febrúar.Getty/Mike Coppola Hér má sjá Rihönnu ásamt verðandi barnsföður sínum, tónlistarmanninum A$AP Rocky, á tískuvikunni á Ítalíu í febrúar.Getty/Victor Boyko Þunnar og efnislitlar flíkur eru í sérstöku uppáhaldi hjá tónlistarkonunni glæsilegu. Hér má sjá hana á tískuvikunni í París í mars.Getty/Edward Berthelot Rihanna og A$AP Rocky voru sérstaklega töff á Off-White sýningunni á tískuvikunni í París.Getty/Pascal Le Segretain Rihanna hefur verið óhrædd við að sýna bera bumbuna á meðgöngunni, enda segir hún það bull og þvælu að óléttar konur eigi að fela kynþokka sinn. Hér má sjá hana á Fenty viðburði í Los Angeles í síðasta mánuði.Getty/Kevin Mazur Rihanna hefur verið sannkallaður tískumógúll síðan hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Því er einstaklega skemmtilegt að fylgjast með stíl hennar á meðgöngunni.Getty/Arnold Jerocki View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by badgalriri (@badgalriri) View this post on Instagram A post shared by People Magazine (@people)
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira