Líklega dýrasta klipping Íslandssögunnar Bjarki Sigurðsson skrifar 5. apríl 2022 13:22 Bobby Ågren klippir Bjarna Hedtoft í þættinum Geggjaðar græjur. Klippingin er ein sú dýrasta í Íslandssögunni. Stöð 2 Í dag hafa flestir heyrt um rafmyntir, þá sérstaklega Bitcoin sem er sú vinsælasta í þeim flokki. Árið 2014 var almenningur ekki með mikla vitneskju um þetta framandi tæknifyrirbæri. Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar. Rafmyntir Tækni Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Bræðurnir Davíð og Bjarni Hedtoft Reynissynir sáu um að kynna fólk fyrir tækninýjungum í þáttunum Geggjaðar græjur sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2014. Í einum þáttanna var umræðuefnið einmitt rafmyntir. Þeir bræður ræddu meðal annars við Gylfa Magnússon, hagfræðing og fyrrum viðskiptaráðherra, um möguleikann á því að rafmyntir gætu steypt lögeyri þjóða af stalli. Gylfi taldi að það yrði erfitt fyrir gjaldmiðila á borð við Bitcoin sem hafa óþekkta aðila á bak við sig, að ná flugi. Traustið væri ekki til staðar. Dönsk hárgreiðslustofa tók við Bitcoin Á þessum tíma tók engin verslun á Íslandi á móti Bitcoin sem greiðslu en þeir bræður fundu hárgreiðslustofu í Danmörku sem gerði það. Rakarinn Bobby Ågren, sem rekur stofuna Ruben og Bobby, var á þessum tíma ósáttur með græðgi bankanna og ákvað að treysta á þennan óþekkta gjaldmiðil. Bobby er forfallinn tækniáhugamaður, þá hefur hann sérstaklega gaman af gamaldags tölvuleikjum. Í dag er ekki lengur hægt að greiða með Bitcoin á stofunni en hægt er að greiða með gömlum tölvuleikjum og leikjatölvum. Rándýr klipping Árið 2014 kostaði herraklipping hjá Ruben og Bobby 0,071 Bitcoin sem þá samsvaraði 5.822 króna. Virði Bitcoin hefur þó aukist gífurlega seinustu ár og er verðið á einni Bitcoin í dag rúmlega sex milljónir króna. Í dag er þá 0,071 Bitcoin virði rúmlega 427 þúsund króna og má fastlega gera ráð fyrir því að þeir bræður hafi borgað fyrir dýrustu klippingu Íslandssögunnar.
Rafmyntir Tækni Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira