Ummæli Sigurðar óverjandi Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 20:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01