Ummæli Sigurðar óverjandi Snorri Másson skrifar 5. apríl 2022 20:38 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigurður Ingi Jóhannsson verði sjálfur að ákveða hvort hann þurfi að segja af sér ráðherraembætti vegna ummæla hans um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna í síðustu viku. Sigurður Ingi kom sér undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfundi í dag. Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Frá því að fréttir bárust af ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar um Vigdísi Hassler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hefur ráðherra engar skýringar veitt á framferði sínu aðrar en þær sem komu fram í yfirlýsingu hans á Facebook. Athygli vakti flótti Sigurðar undan fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum í morgun. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir skýringum ráðherra á ummælum sínum; og jafnvel eftir afsögn hans. Þannig hefur verið gengið að forystufólki ríkisstjórnarinnar að svara fyrir ummæli ráðherrans og taka afstöðu til þess hvort honum sé áfram sætt sem ráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði það ekki hans að taka ákvörðun um afsögn ráðherrans, heldur Sigurðar Inga. Hann svaraði fyrirspurn þingmanna um málið á Alþingi í dag. „Ég tel að afstaða gagnvart þeirri spurningu liggi bara hjá ráðherranum sjálfum,“ sagði Bjarni. „Ef menn eru að reyna að gera sér einhvern leik úr því að fá einhverja úr stjórnarliðinu hér til að verja orð háttvirts ráðherra og skapa þannig einhvern andstæðing, held ég að hægt sé að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll. Orðin eru að sjálfsögðu óverjandi og ráðherrann hefur sjálfur lýst því yfir að hann ætli ekki að reyna að verja þau,“ sagði Bjarni. Ummæli Sigurðar Inga hafa hvergi komið fram orðrétt en upplýsingar fréttastofu herma að þau hafi verið á þá leið að ráðherrann hafi spurt í aðdraganda myndatöku, hvort nú ætti að lyfta þeirri svörtu. Þar var vísað til Vigdísar.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kynþáttafordómar Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þvertekur fyrir að Framsókn sé rasískur flokkur Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. 5. apríl 2022 15:01