Segir ráðherra reyna að stjórna umræðunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. apríl 2022 14:39 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna. Vísir/Vilhelm/Hari Ragna Sigurðardóttir, forseti Ungra jafnaðarmanna, hefur ýmislegt við hegðun Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, að athuga. Bæði varðandi ummælin sem hann lét falla í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, en líka hvernig hann hefur kosið að bregðast við eftir að fréttir af atvikinu tóku að spyrjast út. Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“ Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Fréttastofa hefur reynt án árangurs að ná í Sigurð, bæði í gær og í dag. Þá fór hann undan í flæmingi eftir ríkisstjórnarfund í morgun og neitaði að ræða við fjölmiðla. Ragna segir að með þessu sé Sigurður að reyna að stjórna umræðunni. „Við veltum fyrir okkur, í Ungum jafnaðarmönnum, hvort það sé nóg að það komi fram afsökunarbeiðni eftir að ráðherra er málaður út í horn og þar að auki mætir ekki í viðtöl til að útskýra eða svara spurningum heldur setur fram afsökunarbeiðni á Facebook og reynir að stýra umræðunni á hans forsendum.“ Ragna telur að þetta dugi ekki til og að ekki sé ásættanlegt að sópa málinu undir teppið. Hann þurfi að svara fyrir sig í viðtölum fjölmiðla. Sjá nánar: Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ragna furðar sig þá á viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og setur spurningamerki við að hún kjósi að verja hann. „Forsætisráðherra sagði það að hún vildi ekki draga heilindi hans í efa en samt sem áður hafði aðstoðarmaður Sigurðar Inga sem starfar í umboði hans í rauninni logið til um atburðaráðsina og sagt að þetta væri bull.“ Ungir jafnaðarmenn hafa sagt í yfirlýsingu að Sigurði Inga sé ekki sætt lengur og að hann hafi sett slæmt fordæmi sem sé engum til sóma, allra síst manni í hans stöðu. Honum beri að segja af sér. Ragna segir líka að ekki verði hjá því komist að setja þetta mál í samhengi við fortíð Framsóknarflokksins. „Árið 2014 var háð mjög rasísk kosningabarátta í borginni þar sem meðal annars var höfð í frammi orðræða um að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku og það tengt við húsnæðisvanda.“
Samfylkingin Kynþáttafordómar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ósæmileg ummæli Sigurðar Inga Tengdar fréttir Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27 Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41 „Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ungir jafnaðarmenn krefjast afsagnar Sigurðar Inga Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hafa krafist afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna rasískra ummæla sem beindust að Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, og hann lét falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing síðastliðið fimmtudagskvöld. Framkoma aðstoðarmanns ráðherra er jafnframt fordæmd. 5. apríl 2022 08:27
Sigurður Ingi fór undan í flæmingi og fann ekki bílinn Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vildi ekkert ræða við fjölmiðla að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Sigurður Ingi vísaði einfaldlega til yfirlýsingar sinnar á Facebook og sagðist vera búinn að segja það sem hann ætlaði að segja. 5. apríl 2022 10:41
„Vettvangur siðareglnanna nær út fyrir þingið“ Ummælin sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra lét falla í garð Vigdísar Häsler framkvæmdastjóra Bandasamtakanna hafa vakið hörð viðbrögð bæði hjá þingheimi og á samfélagsmiðlum. 5. apríl 2022 13:36