Tiger meiddist svo illa á fæti í bílslysinu að óttast var að hann myndi ekki spila golf aftur sem afrekskylfingur. Raunar óttuðust læknar að aflima þyrfti þennan 46 ára gamla Bandaríkjamann.
Hann hefur hins vegar náð góðum bata og eftir að hafa prófað að taka æfingahring á Augusta-vellinum í síðustu viku staðfesti Tiger í dag að hann yrði með á Masters sem hefst á fimmtudaginn.
Aðspurður hvort hann teldi sig geta unnið Masters, sem hann vann í sjötta sinn árið 2019 eftir að hafa ekki unnið risamót í áratug, var svar Tigers einfalt: „Já.“
"Do you think you can win the Masters this week?"
— ESPN (@espn) April 5, 2022
Tiger: "I do." pic.twitter.com/q8BnZBzG3f
Búið er að tilkynna um ráshópa á fimmtudaginn og er Tiger í 14. ráshópi með þeim Louis Oosthuizen og Joaquin Niemann. Fara þeir af stað um klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.