Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 90-85 | Fyrsti heimasigur Vals í úrslitakeppni í 30 ár Árni Jóhannsson skrifar 5. apríl 2022 22:54 Leikmenn Vals gátu leyft sér að vera kátir í kvöld Bára Dröfn Kristinsdóttir Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. Heimamenn byrjuðu talsvert betur og áttu fyrsta áhlaup leiksins en Valur var betra liðið heilt yfir og náðu Stjörnumenn aldrei að taka það mikið forskot að það skipti máli þegar á hólminn var komið. Valur leiddi með 10 stigum að fyrsta leikhluta loknum 28-18 og höfðu hitt úr öllum fimm þriggja stiga tilraunum sínum. Valur náði upp fínum takti sóknarlega og náðu að stýra Stjörnumönnum í skot sem þeim líkaði illa. Stjörnumenn náðu aldrei að láta kné fylgja kviði þegar þeir náðu góðum varnarleik til að hefja áhlaup. Valur átti alltaf svör til að slökkva neistann og það átti eftir að gerast oft í kvöld. Stjörnumenn áttu talsvert betri annan leikhluta og söxuðu forskotið niður í eitt stig 32-31 en þá áttu heimamenn stóran 9-0 sprett til að koma sér aftur í þægilega stöðu. Valsmenn náðu að halda gestunum 10 stigum frá sér þangað til í lok hálfleiksins en Stjarnan náði að minnka muninn í sex stig 49-43 þegar gengið var til búningsherbergja. Stjörnumenn unnu anna leikhlutann með fjórum stigum og var tilfinning fyrir því að jafnvel yrði leikurinn mun jafnari en hann hafði verið hingað til. Seinni hálfleikur byrjaði á frábærum sóknarleik beggja liða. Stjörnumenn byrjuðu sterkar og náðu að koma sér enn nær Valsmönnum en lengi vel var skipst á körfum. Stjörnumenn náðu síðan 8-0 spretti sem gerði það að verkum að þeir komust yfir í fyrsta sinn frá því í upphafi leiks, 62-63 og tilfinningin sem maður hafði ætlaði að raungerast. Valsmenn höfðu allt aðra hugmynd og skoruðu síðustu tíu stig leikhlutans og voru því níu stigum yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Valsmenn náðu síðan aftur að spila sinn leik best og héldu gestunum átta til tíu stigum frá sér allan tímann. Liðin frusu aljgörlega á löngum kafla í fjórða leikhluta sóknarlega og hentaði það heimamönnum mjög vel sem sigldu heim sigrinum þó Stjörnumenn, að sjálfsögðu, gerðu heiðarlega atlögu að því að jafna. Það gekk hinsvegar ekki og Valur hefur því tekið 1-0 forystu í einvíginu. Afhverju vann Valur? Valsmenn fundu góðan takt sóknarlega í kvöld og héldu honum nánast allan leikinn. Við vitum að þeir eru gott varnarlið þannig að í þeim takti sem var við lýði í kvöld þá gátu þeir náð upp góðri tengingu varnar og sóknar. Stjörnumönnum gekk verr að láta góða sókn fylgja góðri vörn og því náðu þeir ekki að halda í við heimamenn þegar á reyndi. Hvað gekk illa? Stjörnumenn hittu verr en heimamenn. 44% skota Stjörnumanna rötuðu heim á móti 54% skota Valsmanna. Það er það sem skilur á milli í kvöld. Hittni Valsmanna úr þriggja stiga sktum var afbragðsgóð eða 57% og þegar það gerist þá er hægt að opna teig andstæðinganna upp á gátt og nýttu Valsmenn sér það í kvöld en þeir skoruðu 32 stig inn í teig á móti 20 stigum gestanna. Tölfræði sem veku athygli? Stjörnumenn eru almennt taldir vera hraðara liðið í einvíginu. Það voru hinsvegar Valsmenn sem skoruðu flest stigin úr hraðaupphlaupum, 11-2 í þeim dálki. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á föstudagskvöld en þá í Mathús Garðabæjar höllinni. Á milli leikja jafna menn sig og horfa á upptökur af leiknum og átta sig á því hvar er hægt að skáka hitt liðið. Mikilvægt er fyrir Stjörnumenn að næst þegar liðin mætast hér á Hlíðarenda þá verði staðan 1-1 í einvíginu því Valur er alveg eins líklegt að vinna næsta heimaleik sinn í úrslitakeppni fyrst þeir voru að kveða heimavallardrauginn í kútinn. 30 ára harmsögu á heimavelli í úrslitakeppni hjá Valsmönnum er lokið. Arnar Guðjónsson: Ég segi ekkert gáfulegt við þá frekar en ykkur á þessum tímapunkti Arnar var ekki ánægður með vörn sinna manna í kvöldBára Dröfn Kristinsdóttir Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var ekki hrifinn af varnarleik sinna manna meðal annars í upphafi leiks. Hann var spurður að því hvort hann sæi eitthvað sem hann gæti lagað strax. „Mér fannst varnarleikur okkar í dag, sérstaklega í upphafi, ekki vera góður. Þeir fengu mikið af auðveldum skotum og var farið að líða strax mjög vel inn á vellinum.“ Anranr var spurður út í sóknarleik sinna manna í lok leiksins en það varð mikið frost á þeim bænum. „Við lokuðum þriðja leikhluta mjög illa. Við vorum búnir að ná þeim niður í eitt stig þegar við fáum á okkur óíþróttamannslega villu. Pavel setur fimm stig í röð og Kári þrist. Þá misstum við þetta allt of langt frá okkur og þá varð sóknarleikurinn okkar tilviljanakenndur.“ Að lokum var Arnar spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn inn í klefa eftir leik. „Við tölum ekkert saman eftir leikinn. Við spjöllum saman á morgun og förum yfir þetta saman. Ég segi ekkert gáfulegt við þá frekar en ykkur á þessum tímapunkti.“ Subway-deild karla Valur Stjarnan
Valsmenn unnu góðan fimm stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 90-85. Fyrir leikinn hafði Valur ekki unnið heimaleik í úrslitakeppni í þrjátíu ár. Heimamenn byrjuðu talsvert betur og áttu fyrsta áhlaup leiksins en Valur var betra liðið heilt yfir og náðu Stjörnumenn aldrei að taka það mikið forskot að það skipti máli þegar á hólminn var komið. Valur leiddi með 10 stigum að fyrsta leikhluta loknum 28-18 og höfðu hitt úr öllum fimm þriggja stiga tilraunum sínum. Valur náði upp fínum takti sóknarlega og náðu að stýra Stjörnumönnum í skot sem þeim líkaði illa. Stjörnumenn náðu aldrei að láta kné fylgja kviði þegar þeir náðu góðum varnarleik til að hefja áhlaup. Valur átti alltaf svör til að slökkva neistann og það átti eftir að gerast oft í kvöld. Stjörnumenn áttu talsvert betri annan leikhluta og söxuðu forskotið niður í eitt stig 32-31 en þá áttu heimamenn stóran 9-0 sprett til að koma sér aftur í þægilega stöðu. Valsmenn náðu að halda gestunum 10 stigum frá sér þangað til í lok hálfleiksins en Stjarnan náði að minnka muninn í sex stig 49-43 þegar gengið var til búningsherbergja. Stjörnumenn unnu anna leikhlutann með fjórum stigum og var tilfinning fyrir því að jafnvel yrði leikurinn mun jafnari en hann hafði verið hingað til. Seinni hálfleikur byrjaði á frábærum sóknarleik beggja liða. Stjörnumenn byrjuðu sterkar og náðu að koma sér enn nær Valsmönnum en lengi vel var skipst á körfum. Stjörnumenn náðu síðan 8-0 spretti sem gerði það að verkum að þeir komust yfir í fyrsta sinn frá því í upphafi leiks, 62-63 og tilfinningin sem maður hafði ætlaði að raungerast. Valsmenn höfðu allt aðra hugmynd og skoruðu síðustu tíu stig leikhlutans og voru því níu stigum yfir þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum. Valsmenn náðu síðan aftur að spila sinn leik best og héldu gestunum átta til tíu stigum frá sér allan tímann. Liðin frusu aljgörlega á löngum kafla í fjórða leikhluta sóknarlega og hentaði það heimamönnum mjög vel sem sigldu heim sigrinum þó Stjörnumenn, að sjálfsögðu, gerðu heiðarlega atlögu að því að jafna. Það gekk hinsvegar ekki og Valur hefur því tekið 1-0 forystu í einvíginu. Afhverju vann Valur? Valsmenn fundu góðan takt sóknarlega í kvöld og héldu honum nánast allan leikinn. Við vitum að þeir eru gott varnarlið þannig að í þeim takti sem var við lýði í kvöld þá gátu þeir náð upp góðri tengingu varnar og sóknar. Stjörnumönnum gekk verr að láta góða sókn fylgja góðri vörn og því náðu þeir ekki að halda í við heimamenn þegar á reyndi. Hvað gekk illa? Stjörnumenn hittu verr en heimamenn. 44% skota Stjörnumanna rötuðu heim á móti 54% skota Valsmanna. Það er það sem skilur á milli í kvöld. Hittni Valsmanna úr þriggja stiga sktum var afbragðsgóð eða 57% og þegar það gerist þá er hægt að opna teig andstæðinganna upp á gátt og nýttu Valsmenn sér það í kvöld en þeir skoruðu 32 stig inn í teig á móti 20 stigum gestanna. Tölfræði sem veku athygli? Stjörnumenn eru almennt taldir vera hraðara liðið í einvíginu. Það voru hinsvegar Valsmenn sem skoruðu flest stigin úr hraðaupphlaupum, 11-2 í þeim dálki. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á föstudagskvöld en þá í Mathús Garðabæjar höllinni. Á milli leikja jafna menn sig og horfa á upptökur af leiknum og átta sig á því hvar er hægt að skáka hitt liðið. Mikilvægt er fyrir Stjörnumenn að næst þegar liðin mætast hér á Hlíðarenda þá verði staðan 1-1 í einvíginu því Valur er alveg eins líklegt að vinna næsta heimaleik sinn í úrslitakeppni fyrst þeir voru að kveða heimavallardrauginn í kútinn. 30 ára harmsögu á heimavelli í úrslitakeppni hjá Valsmönnum er lokið. Arnar Guðjónsson: Ég segi ekkert gáfulegt við þá frekar en ykkur á þessum tímapunkti Arnar var ekki ánægður með vörn sinna manna í kvöldBára Dröfn Kristinsdóttir Þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, var ekki hrifinn af varnarleik sinna manna meðal annars í upphafi leiks. Hann var spurður að því hvort hann sæi eitthvað sem hann gæti lagað strax. „Mér fannst varnarleikur okkar í dag, sérstaklega í upphafi, ekki vera góður. Þeir fengu mikið af auðveldum skotum og var farið að líða strax mjög vel inn á vellinum.“ Anranr var spurður út í sóknarleik sinna manna í lok leiksins en það varð mikið frost á þeim bænum. „Við lokuðum þriðja leikhluta mjög illa. Við vorum búnir að ná þeim niður í eitt stig þegar við fáum á okkur óíþróttamannslega villu. Pavel setur fimm stig í röð og Kári þrist. Þá misstum við þetta allt of langt frá okkur og þá varð sóknarleikurinn okkar tilviljanakenndur.“ Að lokum var Arnar spurður að því hvað hann hafi sagt við sína menn inn í klefa eftir leik. „Við tölum ekkert saman eftir leikinn. Við spjöllum saman á morgun og förum yfir þetta saman. Ég segi ekkert gáfulegt við þá frekar en ykkur á þessum tímapunkti.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum