Tónlist sem hægt er að dansa við á klúbbnum en líka gráta við heima hjá sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 09:32 Fannar Ingi í Hipsumhaps var að senda frá sér lagið Hringar. Hann fær oftast hugmyndir að lögum þegar hann hlustar á tónlist sem hittir beint í hjartastað. Anna Maggý/Aðsend Hljómsveitin Hipsumhaps sendi frá sér glænýjan smell fyrr í dag. Lagið ber nafnið Hringar og er grípandi taktfast danslag sem býr yfir angistar víbrum. Blaðamaður hafði samband við Fannar Inga söngvara Hipsumhaps og fékk nánari innsýn í gerð lagsins. Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessu lagi? Mig langaði að gera heimsendapopp. Svona tónlist sem hægt er að dansa við á klúbbnum en líka gráta við heima hjá sér. Eða bæði í einu. Ég hlusta mikið á breskt breakbeat eins og til dæmis Jamie xx og langaði að gera lag í þeim stíl. Ef það er einhver sem hefur þessa stemmingu á hreinu að þá er það hann vinur minn Arnar Ingi, Young Nazareth, sem gerði lagið með mér. Klippa: Hipsumhaps - Hringar Hefur lagið verið lengi í bígerð? Við byrjuðum að taka upp lagið í byrjun mars og frumfluttum það í Gísla Marteini tveimur vikum síðar. Við vissum hvert við stefndum og kláruðum lagið á frekar stuttum tíma. Þeir sem koma að laginu eru ég og Arnar ásamt Ólafi Alexander á gítar. Friðfinnur Oculus sá svo um masteringu og Sigurður Ýmir hannaði umslagið. Umslagið fyrir nýjasta smell Hipsumhaps, Hringar, er hannað af Sigurði Ými.Aðsend Hvernig er ferlið að semja lag almennt hjá þér, frá hugmynd að lokaútkomu? Erfið spurning. Ég fæ oftast hugmyndir að lögum þegar ég hlusta á tónlist sem hittir beint í hjartastað. Þá tek ég upp á símann minn eitthvað gutl, eða gaul, og skoða svo hvaða texta ég á sem henta laglínunni. Þegar mér finnst ég vera kominn með eitthvað konsept þá fer ég að hitta pródúsent og skoða hvaða stefna hentar laginu. Fegurðin við Hipsumhaps hefur alltaf verið sú að það er ekki einhver ein stefna eða einn ákveðinn stíll á tónlistinni sem er mjög frelsandi. Getum bara gert hvað sem er. En svo er bara að taka upp, vera samkvæmur sjálfum mér og sleppa takinu þegar hlutirnir eru farnir að þróast úr einbeitingu yfir í þráhyggju. Eftir útgáfu geri ég svo heiðarlega tilraun til þess að fá aðra til að fíla stöffið mitt jafn mikið og ég sjálfur. Hvað er á döfinni hjá Hipsumhaps? Ég er að vinna að nýju efni í róleg heitunum og undirbúa mig fyrir golfið í sumar. Svo á ég þann draum að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áttum að spila í fyrra og vonandi gengur það upp í ár. Í haust flyt ég síðan til Danmerkur með kærustunni minni og hlakka mikið til þess. Þá ætla ég að hlaða í show í Köben. Það er klárt mál. Lagið á Spotify: Tónlist Ástin og lífið Menning Tengdar fréttir Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.” 10. febrúar 2022 13:35 Varð að læra nýjasta lag Hipsumhaps aftur á bak fyrir myndbandið Sveitin Hipsumhaps frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Martröð sem er einmitt gefið út í dag. 27. október 2021 12:30 Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. 19. október 2021 20:01 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessu lagi? Mig langaði að gera heimsendapopp. Svona tónlist sem hægt er að dansa við á klúbbnum en líka gráta við heima hjá sér. Eða bæði í einu. Ég hlusta mikið á breskt breakbeat eins og til dæmis Jamie xx og langaði að gera lag í þeim stíl. Ef það er einhver sem hefur þessa stemmingu á hreinu að þá er það hann vinur minn Arnar Ingi, Young Nazareth, sem gerði lagið með mér. Klippa: Hipsumhaps - Hringar Hefur lagið verið lengi í bígerð? Við byrjuðum að taka upp lagið í byrjun mars og frumfluttum það í Gísla Marteini tveimur vikum síðar. Við vissum hvert við stefndum og kláruðum lagið á frekar stuttum tíma. Þeir sem koma að laginu eru ég og Arnar ásamt Ólafi Alexander á gítar. Friðfinnur Oculus sá svo um masteringu og Sigurður Ýmir hannaði umslagið. Umslagið fyrir nýjasta smell Hipsumhaps, Hringar, er hannað af Sigurði Ými.Aðsend Hvernig er ferlið að semja lag almennt hjá þér, frá hugmynd að lokaútkomu? Erfið spurning. Ég fæ oftast hugmyndir að lögum þegar ég hlusta á tónlist sem hittir beint í hjartastað. Þá tek ég upp á símann minn eitthvað gutl, eða gaul, og skoða svo hvaða texta ég á sem henta laglínunni. Þegar mér finnst ég vera kominn með eitthvað konsept þá fer ég að hitta pródúsent og skoða hvaða stefna hentar laginu. Fegurðin við Hipsumhaps hefur alltaf verið sú að það er ekki einhver ein stefna eða einn ákveðinn stíll á tónlistinni sem er mjög frelsandi. Getum bara gert hvað sem er. En svo er bara að taka upp, vera samkvæmur sjálfum mér og sleppa takinu þegar hlutirnir eru farnir að þróast úr einbeitingu yfir í þráhyggju. Eftir útgáfu geri ég svo heiðarlega tilraun til þess að fá aðra til að fíla stöffið mitt jafn mikið og ég sjálfur. Hvað er á döfinni hjá Hipsumhaps? Ég er að vinna að nýju efni í róleg heitunum og undirbúa mig fyrir golfið í sumar. Svo á ég þann draum að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áttum að spila í fyrra og vonandi gengur það upp í ár. Í haust flyt ég síðan til Danmerkur með kærustunni minni og hlakka mikið til þess. Þá ætla ég að hlaða í show í Köben. Það er klárt mál. Lagið á Spotify:
Tónlist Ástin og lífið Menning Tengdar fréttir Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.” 10. febrúar 2022 13:35 Varð að læra nýjasta lag Hipsumhaps aftur á bak fyrir myndbandið Sveitin Hipsumhaps frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Martröð sem er einmitt gefið út í dag. 27. október 2021 12:30 Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. 19. október 2021 20:01 Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hipsumhaps færði Votlendissjóði 400.000 krónur Hljómsveitin Hipsumhaps hefur afhent Votlendissjóði 400.000 krónu stuðning til endurheimtar votlendis. Hér er um að ræða afrakstur sölu á stafrænum eintökum af síðustu plötu Hipsumhaps sem ber nafnið „Lög síns tíma.” 10. febrúar 2022 13:35
Varð að læra nýjasta lag Hipsumhaps aftur á bak fyrir myndbandið Sveitin Hipsumhaps frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Martröð sem er einmitt gefið út í dag. 27. október 2021 12:30
Hipsumhaps tekur Lög síns tíma út af Spotify um áramót Eftir áramót verður ekki hægt að hlusta á Hipsumhapsplötuna Lög síns tíma á Spotify eða öðrum streymisveitum. Platan er nú til sölu á síðu Hipsumhaps en verður ekki fáanleg frá 1. janúar. 19. október 2021 20:01
Fjármagnaði plötuna með „sponsaðasta“ myndbandi Íslandssögunnar Hipsumhaps sendi í dag frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Meikaða. Myndbandið er stútfullt af auglýsingum en sveitin fór frumlegar leiðir til þess að fjármagna útgáfu væntarlegrar plötu Hipsumhaps. 27. maí 2021 17:30