Umfjöllun og viðtöl: KA 25-30 Selfoss | Selfoss sótti sigur á Akureyri Ester Ósk Árnadóttir skrifar 6. apríl 2022 23:00 vísir/hulda margrét Næst síðasta umferð Olís deildar karla fór fram í kvöld. Mikið var undir í KA heimilinu þar sem heimamenn gátu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem og þeir gerðu þrátt fyrir fimm marka tap á móti Selfoss 25 - 30, þar sem Grótta tapaði með einu í eyjum er KA öruggt í úrslitakeppnina. Gestirnir frá Selfoss byrjuðu leikinn betur, Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en Allan Norðberg svaraði fyrir KA. Selfyssingarnir settu þar með tóninn fyrir það sem koma skyldi en liðið átti eftir að hafa frumkvæðið nánast allan leikinn. Í eina skiptið sem þeir voru ekki með frumkvæðið var þegar KA gerði áhlaup í stöðunni 5 – 6 en þá skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð og komu stöðunni í 7 – 6 . Selfoss snéri taflinu hins vegar fljótt við aftur og tóku forystu 7 – 8. Þeir juku svo jafnt og þétt við forskotið fram að hálfleik. Á meðan að KA menn fór afar illa að ráði sínu með sjö tapaða bolta og litla áræðni þá gekk Selfoss á lagið og staðan í hálfleik 11 - 16 fyrir gestina. Selfoss keyrðu jafn ákaft á heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og voru fljótlega komnir með sjö marka forystu 13 – 20 og þá héldu margir að björnin væri unnin og eftirleikurinn auðveldur, annað átti hins vegar eftir að koma í ljós. Heimamenn gáfust ekki upp og með harðfylgi náðu þeir að breyta stöðunni í 21 – 23 þegar um níu mínútur voru eftir og spennan allt í einu óbærileg í KA heimilinu. KA fór í sókn í þeirri stöðu og gátu minnkað í eitt en Arnór Ísak tapaði boltanum og Ragnar Jóhannsson skoraði úr hraðaupphlaupi og þar með voru úrslitin nánast ráðinn. KA reyndi hvað þeir gátu til að minnka forskotið og fóru í maður á mann vörn þegar skammt var eftir en það gekk ekki. Lokamínúturnar afar skrautlegar í leiknum, mikil reikistefna og læti. Það er eiginlega best bara að vitna í þjálfara Selfoss, Halldór Sigfússon eftir leik sem sagði, „ það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu.“ Þrátt fyrir skrautlegan lokakafla voru það Selfossingar sem unnu góðan sigur fyrir norðan, 25 - 30. Afhverju vann Selfoss? Selfoss skapaði þennan sigur í fyrri hálfleik með flottum leik en spilamennskan. Þrátt fyrir spennu í lokinn þá héldu leikmenn Selfoss haus og kláruðu leikinn af fagmennsku. Hverjar stóðu upp úr? Hergeir Grímsson var bestur í dag þrátt fyrir að hafa þurft að fara af velli, hann var með fimm mörk, fimm sköpuð færi og fimm stoppanir. Þá átti Ragnar Jóhannson ágætis leik og var sömuleiðis með fimm mörk. Vilius Rasimas endaði með 10 varða bolta og varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Nicholas Satchwell átti flottan fyrri hálfleik og var með tíu varða bolta, hann náði hins vegar bara að klukka tvo í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnór Ísak Haddsson voru með sex mörk hvor fyrir KA. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur var mjög illa spilaður af heimamönnum, þeir einfaldlega mættu ekki til leiks. Vörnin hélt illa og í sókn voru þeir með sjö tapaða bolta. Það var lítill áræðni og ákefð sem einkennir oft leik KA manna. Þrátt fyrir að Satchwell hafi verið með tíu bolta varða í fyrri hálfleik þá var liðið að tapa með fimm mörkum í hálfleiknum. Hvað gerist næst? KA leikur sinn síðasta leik í deild gegn Gróttu á útivelli á sunnudaginn og á sama degi fær Selfoss lið Vals í heimsókn. Jónatan Magnússon: Viljum koma fljúgandi inn í úrslitakeppnina Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið.MYND/STÖÐ 2 „Við vorum ekki nógu góðir í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik, þannig að þegar maður nær ekki að spila eins vel og maður vildi að þá er maður svekktur,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir tap á mót Selfoss í KA heimilinu í kvöld. „Það vantaði bæði varnarlega og sóknarlega ákveðna ákefð í fyrri hálfleik sem að þarf til að vinna gott Selfoss lið, við vorum til dæmis ekki að taka fráköstin. Við vorum daprir í varnarleiknum 1 á móti 1 og þá vorum við undir í baráttunni þrátt fyrir góða markvörslu sem hélt okkur aðeins inni í leiknum. Í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri og vorum að láta finna fyrir okkur, það vantaði lítið upp á. Svo fannst mér bara margt skrítið hér í dag.“ Það voru mikill læti og hiti í KA heimilinu í kvöld. KA menn virtust oft ansi ósáttir við dómaranna í leiknum og þá sérstaklega á lokakaflanum sem þótti skrautlegur. „Við vorum bara ósáttir við margt, okkur fannst vera fullt af atriðum sem féllu okkur ekki í hag og fleira en það þýðir lítið svo sem þar sem frammistaðan okkar var ekki nógu góð. Við vorum bara að reyna að koma okkur inn í þetta, mér fannst við á þeim tímapunkti vera að berjast en málið er bara að fyrstu 45 mínúturnar af leiknum var bara ekki nógu gott og það er fyrst og fremst það sem við ættum að vera að hugsa um en ekki hvað hefði annað mátt fara betur. Við ætluðum að selja okkur dýrt, því við þurftum það til að koma okkur í úrslitakeppnina og það vissu allir. Þess vegna er ég svekktur að við náðum ekki fram því sem við ætluðum okkur. Nú fáum við annað tækifæri á sunnudaginn til að fara í úrslitakeppnina og það verður hörkuleikur sem við þurfum að vinna.“ Jónatan var þá sagt að Grótta hefði tapað í kvöld og KA væri í raun komnir í úrslitakeppnina. „Já okei. Ég hafði ekki tíma til að kynna mér það, það þýðir samt að við þurfum að vinna. Við viljum komast fljúgandi inn í úrslitakeppnina.“ Áhorfendur voru frábærir í KA heimilinu í kvöld. „Í einu orði sagt þá er það sturlað að hafa svona áhorfendur. Ég vona að þetta sem við fengjum í dag frá áhorfendum að það verði jafnvel betra í næsta heimaleik sem verður þá í úrslitakeppninni og á sama tíma vona ég að frammistaðan okkar verði líka betri. Vonandi fáum við bara fullt hús og þá ætla ég að vona að við náum betri frammistöðu fyrir þessa frábæru áhorfendur. Það er galin staðreynd að með svona áhorfendur að þó að staðan sé vonlaus að þá gefur þetta okkur trú til að koma til baka. Við vorum mjög nálægt því hér í dag.“ Olís-deild karla KA UMF Selfoss Íslenski handboltinn
Næst síðasta umferð Olís deildar karla fór fram í kvöld. Mikið var undir í KA heimilinu þar sem heimamenn gátu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni sem og þeir gerðu þrátt fyrir fimm marka tap á móti Selfoss 25 - 30, þar sem Grótta tapaði með einu í eyjum er KA öruggt í úrslitakeppnina. Gestirnir frá Selfoss byrjuðu leikinn betur, Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins áður en Allan Norðberg svaraði fyrir KA. Selfyssingarnir settu þar með tóninn fyrir það sem koma skyldi en liðið átti eftir að hafa frumkvæðið nánast allan leikinn. Í eina skiptið sem þeir voru ekki með frumkvæðið var þegar KA gerði áhlaup í stöðunni 5 – 6 en þá skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð og komu stöðunni í 7 – 6 . Selfoss snéri taflinu hins vegar fljótt við aftur og tóku forystu 7 – 8. Þeir juku svo jafnt og þétt við forskotið fram að hálfleik. Á meðan að KA menn fór afar illa að ráði sínu með sjö tapaða bolta og litla áræðni þá gekk Selfoss á lagið og staðan í hálfleik 11 - 16 fyrir gestina. Selfoss keyrðu jafn ákaft á heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og voru fljótlega komnir með sjö marka forystu 13 – 20 og þá héldu margir að björnin væri unnin og eftirleikurinn auðveldur, annað átti hins vegar eftir að koma í ljós. Heimamenn gáfust ekki upp og með harðfylgi náðu þeir að breyta stöðunni í 21 – 23 þegar um níu mínútur voru eftir og spennan allt í einu óbærileg í KA heimilinu. KA fór í sókn í þeirri stöðu og gátu minnkað í eitt en Arnór Ísak tapaði boltanum og Ragnar Jóhannsson skoraði úr hraðaupphlaupi og þar með voru úrslitin nánast ráðinn. KA reyndi hvað þeir gátu til að minnka forskotið og fóru í maður á mann vörn þegar skammt var eftir en það gekk ekki. Lokamínúturnar afar skrautlegar í leiknum, mikil reikistefna og læti. Það er eiginlega best bara að vitna í þjálfara Selfoss, Halldór Sigfússon eftir leik sem sagði, „ það var mikið af stoppum og alls konar vandamál sem komu upp á þessum kafla, stundum vissi maður ekki hvort það var leikhlé eða ekki leikhlé eða hvað væri verið að flauta á, á ritaraborðinu.“ Þrátt fyrir skrautlegan lokakafla voru það Selfossingar sem unnu góðan sigur fyrir norðan, 25 - 30. Afhverju vann Selfoss? Selfoss skapaði þennan sigur í fyrri hálfleik með flottum leik en spilamennskan. Þrátt fyrir spennu í lokinn þá héldu leikmenn Selfoss haus og kláruðu leikinn af fagmennsku. Hverjar stóðu upp úr? Hergeir Grímsson var bestur í dag þrátt fyrir að hafa þurft að fara af velli, hann var með fimm mörk, fimm sköpuð færi og fimm stoppanir. Þá átti Ragnar Jóhannson ágætis leik og var sömuleiðis með fimm mörk. Vilius Rasimas endaði með 10 varða bolta og varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Nicholas Satchwell átti flottan fyrri hálfleik og var með tíu varða bolta, hann náði hins vegar bara að klukka tvo í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnór Ísak Haddsson voru með sex mörk hvor fyrir KA. Hvað gekk illa? Fyrri hálfleikur var mjög illa spilaður af heimamönnum, þeir einfaldlega mættu ekki til leiks. Vörnin hélt illa og í sókn voru þeir með sjö tapaða bolta. Það var lítill áræðni og ákefð sem einkennir oft leik KA manna. Þrátt fyrir að Satchwell hafi verið með tíu bolta varða í fyrri hálfleik þá var liðið að tapa með fimm mörkum í hálfleiknum. Hvað gerist næst? KA leikur sinn síðasta leik í deild gegn Gróttu á útivelli á sunnudaginn og á sama degi fær Selfoss lið Vals í heimsókn. Jónatan Magnússon: Viljum koma fljúgandi inn í úrslitakeppnina Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið.MYND/STÖÐ 2 „Við vorum ekki nógu góðir í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik, þannig að þegar maður nær ekki að spila eins vel og maður vildi að þá er maður svekktur,“ sagði Jónatan Magnússon þjálfari KA eftir tap á mót Selfoss í KA heimilinu í kvöld. „Það vantaði bæði varnarlega og sóknarlega ákveðna ákefð í fyrri hálfleik sem að þarf til að vinna gott Selfoss lið, við vorum til dæmis ekki að taka fráköstin. Við vorum daprir í varnarleiknum 1 á móti 1 og þá vorum við undir í baráttunni þrátt fyrir góða markvörslu sem hélt okkur aðeins inni í leiknum. Í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri og vorum að láta finna fyrir okkur, það vantaði lítið upp á. Svo fannst mér bara margt skrítið hér í dag.“ Það voru mikill læti og hiti í KA heimilinu í kvöld. KA menn virtust oft ansi ósáttir við dómaranna í leiknum og þá sérstaklega á lokakaflanum sem þótti skrautlegur. „Við vorum bara ósáttir við margt, okkur fannst vera fullt af atriðum sem féllu okkur ekki í hag og fleira en það þýðir lítið svo sem þar sem frammistaðan okkar var ekki nógu góð. Við vorum bara að reyna að koma okkur inn í þetta, mér fannst við á þeim tímapunkti vera að berjast en málið er bara að fyrstu 45 mínúturnar af leiknum var bara ekki nógu gott og það er fyrst og fremst það sem við ættum að vera að hugsa um en ekki hvað hefði annað mátt fara betur. Við ætluðum að selja okkur dýrt, því við þurftum það til að koma okkur í úrslitakeppnina og það vissu allir. Þess vegna er ég svekktur að við náðum ekki fram því sem við ætluðum okkur. Nú fáum við annað tækifæri á sunnudaginn til að fara í úrslitakeppnina og það verður hörkuleikur sem við þurfum að vinna.“ Jónatan var þá sagt að Grótta hefði tapað í kvöld og KA væri í raun komnir í úrslitakeppnina. „Já okei. Ég hafði ekki tíma til að kynna mér það, það þýðir samt að við þurfum að vinna. Við viljum komast fljúgandi inn í úrslitakeppnina.“ Áhorfendur voru frábærir í KA heimilinu í kvöld. „Í einu orði sagt þá er það sturlað að hafa svona áhorfendur. Ég vona að þetta sem við fengjum í dag frá áhorfendum að það verði jafnvel betra í næsta heimaleik sem verður þá í úrslitakeppninni og á sama tíma vona ég að frammistaðan okkar verði líka betri. Vonandi fáum við bara fullt hús og þá ætla ég að vona að við náum betri frammistöðu fyrir þessa frábæru áhorfendur. Það er galin staðreynd að með svona áhorfendur að þó að staðan sé vonlaus að þá gefur þetta okkur trú til að koma til baka. Við vorum mjög nálægt því hér í dag.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti