Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur 40-34 Haukar | Valsmenn geta ennþá orðið deildarmeistarar eftir öflugan sigur Andri Már Eggertsson skrifar 6. apríl 2022 21:54 Valur er einum leik frá deildarmeistaratitlinum eftir sigur á Haukum Vísir/Hulda Margrét Valur skoraði 40 mörk gegn slakri vörn Hauka í kvöld og liðin eru jöfn á topp Olís-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Fyrsta tap Hauka á árinu í deildinni staðreynd, lokatölur 40-34. Bæði lið voru án lykilmann þar sem Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, og Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, voru fjarverandi vegna höfuðmeiðsla. Valur byrjaði leikinn betur og komust snemma 4-1 yfir þar sem Haukar áttu í miklum vandræðum með hraðann í Val. Á meðan fyrsta mark Hauka tók 90 sekúndur voru öll fjögur mörk Vals samanlagt undir 90 sekúndum. Sakai Motoki varði 10 skot í leiknumVísir/Hulda Margrét Haukar komust betur inni í leikinn eftir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé og óskaði eftir gæðum það hátt að íbúar á Hlíðarenda heyrðu það. Gestirnir jöfnuðu leikinn þegar stundarfjórðungur var liðinn. Valur var með yfirhöndina á síðustu tíu mínútunum í fyrri hálfleik en gestirnir voru ekki langt á eftir og Valur aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik 20-18 í miklum markaleik.Sóknarleikur Vals hélt áfram að blómstra í seinni hálfleik og áttu gestirnir frá Hafnarfirði ekki roð í orkumikla Valsmenn. Stiven og Ólafur Ægir í traffíkVísir/Hulda Margrét Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleikur var munurinn aðeins eitt mark en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum. Valur náði fimm marka forystu 31-26 og ógnuðu Haukar aldrei forskoti Vals eftir það. Valur keyrði yfir Hauka á lokamínútunum sem endaði með sex marka sigri og Valur aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum. Valsmenn fagna eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals blómstraði. Haukar áttu í miklum vandræðum með hraðann í Val og þegar Valur fékk markvörslu í seinni hálfleik þá áttu Haukar aldrei möguleika. Hverjir stóðu upp úr? Sakai Motoki, markmaður Vals, átti tvo afar mismunandi hálfleiki. Í fyrri hálfleik varði hann nánast ekki neitt en reif sig í gang í seinni hálfleik og varði oft á tíðum mikilvæga bolta. Valur fékk framlag úr mörgum áttum og skoruðu Róbert Aron, Magnús Óli og Finnur Ingi allri sex mörk hvor. Hvað gekk illa? Haukar fengu afar litla markvörslu frá Stefáni Huldari Stefánssyni sem varði aðeins tíu skot. Þrátt fyrir að hafa varið jafn mörg skot og Sakai Motoki þá fundu Haukar meira fyrir lélegu framlagi frá markvörslunni þar sem sóknarleikurinn var ekki eins góður og hjá Val. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin í Olís deildinni fer fram næsta sunnudag klukkan 18:00. Valur mætir Selfossi í Set-höllinni á meðan Haukar fá FH í heimsókn. Aron: Valur er betri en við í dag Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar svekktur með sex marka tap gegn Val. „Við fengum allt of mikið af mörkum á okkur. Valur keyrði yfir okkur bæði í hraðri miðju og seinni bylgju. Við vorum búnir að ákveða hvar við ætluðum að fá skotin á okkur en ég var ósáttur með að við fengum skot á okkur úr öllum stöðum vallarins,“ sagði Aron svekktur eftir leik og hélt áfram. „Valur skoraði nánast úr hverju færi og þá máttu gera lítið af mistökum sóknarlega en við fórum illa með nokkrar góðar sóknir sem endaði með að Valur refsaði með hraðaupphlaupi. Fyrst og fremst þarf varnarleikurinn að vera betri og er Valur betri en við eins og sakir standa.“ Haukar töpuðu í fyrsta skiptið í Olís deildinni síðan 1. desember á síðasta ári og er verk að vinna fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara Hauka, eftir þennan leik. „Við þurfum að bæta ýmislegt. Við verðum að vera betri þegar það er mikið undir í leikjum og vita okkar hlutverk betur. Það er erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn og er ég búinn að missa röddina en samt kom ég ekki skilaboðunum mínum á framfæri,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. „Sakai Motoki er góður markmaður og þess vegna verður hann með okkur á næsta tímabili“ Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sex marka sigur gegn Haukum. „Þetta var frábær leikur og við vorum góðir. Ég var ánægður með kraftinn og hvernig við héldum dampi allan leikinn.“ Valur skoraði fjörutíu mörk og var Snorri Steinn afar ánægður með sóknarleikinn „Mér fannst gott flæði og við fengum þau færi sem við vildum.“ Sakai Motoki átti afar lélegan fyrri hálfleik en náði sér á strik um miðjan seinni hálfleik og þá saltaði Valur gestina. „Sakai Motoki er góður markmaður og þess vegna verður hann með okkur á næsta ári. Það er eflaust ekki auðvelt að fá þetta stóra hlutverk óvænt með stuttum fyrirvara og hrós á hann að fyrir að fundið sinn takt þegar leið á leikinn,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Myndir: Aron Kristjánsson var ekki ánægður með frammistöðu HaukaVísir/Hulda Margrét Það var hart barist í leiknumVísir/Hulda Margrét Stefán Huldar varði 10 skotVísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson skoraði 5 mörkVísir/Hulda Margrét Olís-deild karla Valur Haukar
Valur skoraði 40 mörk gegn slakri vörn Hauka í kvöld og liðin eru jöfn á topp Olís-deildarinnar fyrir lokaumferðina. Fyrsta tap Hauka á árinu í deildinni staðreynd, lokatölur 40-34. Bæði lið voru án lykilmann þar sem Björgvin Páll Gústavsson, markmaður Vals, og Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, voru fjarverandi vegna höfuðmeiðsla. Valur byrjaði leikinn betur og komust snemma 4-1 yfir þar sem Haukar áttu í miklum vandræðum með hraðann í Val. Á meðan fyrsta mark Hauka tók 90 sekúndur voru öll fjögur mörk Vals samanlagt undir 90 sekúndum. Sakai Motoki varði 10 skot í leiknumVísir/Hulda Margrét Haukar komust betur inni í leikinn eftir að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, tók leikhlé og óskaði eftir gæðum það hátt að íbúar á Hlíðarenda heyrðu það. Gestirnir jöfnuðu leikinn þegar stundarfjórðungur var liðinn. Valur var með yfirhöndina á síðustu tíu mínútunum í fyrri hálfleik en gestirnir voru ekki langt á eftir og Valur aðeins tveimur mörkum yfir í hálfleik 20-18 í miklum markaleik.Sóknarleikur Vals hélt áfram að blómstra í seinni hálfleik og áttu gestirnir frá Hafnarfirði ekki roð í orkumikla Valsmenn. Stiven og Ólafur Ægir í traffíkVísir/Hulda Margrét Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleikur var munurinn aðeins eitt mark en þá tóku heimamenn öll völd á vellinum. Valur náði fimm marka forystu 31-26 og ógnuðu Haukar aldrei forskoti Vals eftir það. Valur keyrði yfir Hauka á lokamínútunum sem endaði með sex marka sigri og Valur aðeins einum sigri frá deildarmeistaratitlinum. Valsmenn fagna eftir leikVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Sóknarleikur Vals blómstraði. Haukar áttu í miklum vandræðum með hraðann í Val og þegar Valur fékk markvörslu í seinni hálfleik þá áttu Haukar aldrei möguleika. Hverjir stóðu upp úr? Sakai Motoki, markmaður Vals, átti tvo afar mismunandi hálfleiki. Í fyrri hálfleik varði hann nánast ekki neitt en reif sig í gang í seinni hálfleik og varði oft á tíðum mikilvæga bolta. Valur fékk framlag úr mörgum áttum og skoruðu Róbert Aron, Magnús Óli og Finnur Ingi allri sex mörk hvor. Hvað gekk illa? Haukar fengu afar litla markvörslu frá Stefáni Huldari Stefánssyni sem varði aðeins tíu skot. Þrátt fyrir að hafa varið jafn mörg skot og Sakai Motoki þá fundu Haukar meira fyrir lélegu framlagi frá markvörslunni þar sem sóknarleikurinn var ekki eins góður og hjá Val. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin í Olís deildinni fer fram næsta sunnudag klukkan 18:00. Valur mætir Selfossi í Set-höllinni á meðan Haukar fá FH í heimsókn. Aron: Valur er betri en við í dag Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var afar svekktur með sex marka tap gegn Val. „Við fengum allt of mikið af mörkum á okkur. Valur keyrði yfir okkur bæði í hraðri miðju og seinni bylgju. Við vorum búnir að ákveða hvar við ætluðum að fá skotin á okkur en ég var ósáttur með að við fengum skot á okkur úr öllum stöðum vallarins,“ sagði Aron svekktur eftir leik og hélt áfram. „Valur skoraði nánast úr hverju færi og þá máttu gera lítið af mistökum sóknarlega en við fórum illa með nokkrar góðar sóknir sem endaði með að Valur refsaði með hraðaupphlaupi. Fyrst og fremst þarf varnarleikurinn að vera betri og er Valur betri en við eins og sakir standa.“ Haukar töpuðu í fyrsta skiptið í Olís deildinni síðan 1. desember á síðasta ári og er verk að vinna fyrir Aron Kristjánsson, þjálfara Hauka, eftir þennan leik. „Við þurfum að bæta ýmislegt. Við verðum að vera betri þegar það er mikið undir í leikjum og vita okkar hlutverk betur. Það er erfitt að koma skilaboðum inn á völlinn og er ég búinn að missa röddina en samt kom ég ekki skilaboðunum mínum á framfæri,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. „Sakai Motoki er góður markmaður og þess vegna verður hann með okkur á næsta tímabili“ Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sex marka sigur gegn Haukum. „Þetta var frábær leikur og við vorum góðir. Ég var ánægður með kraftinn og hvernig við héldum dampi allan leikinn.“ Valur skoraði fjörutíu mörk og var Snorri Steinn afar ánægður með sóknarleikinn „Mér fannst gott flæði og við fengum þau færi sem við vildum.“ Sakai Motoki átti afar lélegan fyrri hálfleik en náði sér á strik um miðjan seinni hálfleik og þá saltaði Valur gestina. „Sakai Motoki er góður markmaður og þess vegna verður hann með okkur á næsta ári. Það er eflaust ekki auðvelt að fá þetta stóra hlutverk óvænt með stuttum fyrirvara og hrós á hann að fyrir að fundið sinn takt þegar leið á leikinn,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Myndir: Aron Kristjánsson var ekki ánægður með frammistöðu HaukaVísir/Hulda Margrét Það var hart barist í leiknumVísir/Hulda Margrét Stefán Huldar varði 10 skotVísir/Hulda Margrét Arnór Snær Óskarsson skoraði 5 mörkVísir/Hulda Margrét
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti