Afmælisbarnið Bogi les áfram fréttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 15:33 Bogi Ágústsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Bogi Ágústsson, fréttaþulur á Ríkisútvarpinu, fagnar sjötugsafmæli í dag. Bogi hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og óhætt að segja að hann sé reglulegur gestur á heimilum landsmanna. Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja. Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Frá því er greint á Facebook-síðu Ríkisútvarpsins í dag að Bogi sé hvergi nærri hættur þrátt fyrir að standa á þessum tímamótum. Á dögunum hafi verið gengið frá verktakasamningi við hann um fréttalestur næsta árið. Bætist hann í hóp verktaka hjá Ríkisútvarpinu sem starfa í Efstaleiti. Morgunblaðið fjallar um feril Boga í tilefni afmælisins. Hann kenndi við Álftamýrarskóla frá 1975-1977 og var fréttamaður hjá Fréttastofu Sjónvarpsins frá 1977-1984. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1984 og starfaði sem fréttamaður þar og flutti fréttir frá Norðurlöndunum fyrir Ríkisútvarpið til ársins 1986. Árið 1987 varð hann aðstoðarframkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Um nokkurra mánaða skeið árið 1988 var hann blaðafulltrúi Flugleiða, nú Icelandair. Sama ár varð hann fréttastjóri Ríkissjónvarps og gegndi starfinu til ársins 2003. Bogi varð þá forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, en lét af því starfi við skipulagsbreytingar 2007. Síðan hefur hann starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður. Grjótharður KR-ingur Bogi hefur ekki aðeins sinnt fréttamennsku í útvarpi og sjónvarpi heldur einnig haldið utan um hina ýmsu þætti. Þar má nefna þættina Viðtalið og Fréttaaukann auk Hringborðsins. Bogi er einn harðasti KR-ingur landsins og mikill áhugamaður um málefni Norðurlandanna. Hann var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2019 fyrir fjölmiðlastörf og störf sín á vettvangi norrænnar samvinnu. Hann á í dag sæti í orðunefndinni. Broddi Broddason, félagi Boga á Ríkisútvarpinu og ein þekktasta rödd landsins, lauk störfum á dögunum en hann verður sjötugur í október. Í frétt Kjarnans á síðasta ári kom fram að félagarnir Bogi og Broddi eru ekki aðeins reynslumestu fréttamenn Ríkisútvarpsins heldur einnig þeir tekjuhæstu. Eðlilega myndu einhverjir segja.
Tímamót Fjölmiðlar KR Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28 „Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Broddi sagði „fréttalestri er lokið“ í síðasta sinn „Það er lítið eftir af þessum fréttatíma og nú skal gott látið heita. Hlustendum er þökkuð samfylgdin,“ sagði Broddi Broddason varafréttastjóri RÚV í lok hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins í dag. Tíminn var sá síðasti sem Broddi les en hann kveður nú fjölmiðla sökum aldurs eftir 35 ára starf. „Fréttalestri er lokið“ voru lokaorðin venju samkvæmt. 1. apríl 2022 13:28
„Erfitt fyrir marga að hætta í fréttum“ „Það er erfitt fyrir marga að hætta í fréttum. Því þessu starfi fylgir spenna sem er kannski erfitt að finna annars staðar," segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, nýráðinn fréttastjóri RÚV. 21. mars 2022 06:57