Tóbaksframleiðandi telur bragðbannið grafa undan lýðheilsu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. apríl 2022 17:27 Tóbaksframleiðandi telur fyrirhugað bragðbann stjórnvalda á nikótínvörum ekki þjóna tilgangi sínum. Getty Tóbakframleiðandinn British American Tobacco Denmark telur fyrirhugað bragðbann á nikótínvörum hér á landi grafa undan lýðheilsumarkmiðum frekar en að efla þau. Þá kallar hann eftir því að styrkleikaþak verði endurskoðað. British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess. Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
British American Tobacco Denmark, BAT, hefur skilað inn umsögn um nýtt nikótínvörufrumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra. Frumvarpið hefur verið til mikillar umræðu, sérstaklega þar sem í því er lagt til að lagt verði bann við ákveðnar bragðtegundir svo ekki verði hægt að fá lengur nikótínvörur, nikótínpúða og rafrettur, með ávaxta- og nammibragði. Sjálfstæðismenn gagnrýndu þessar hörðu reglur, sem lagðar eru til í frumvapinu, þegar málið var í fyrstu umræðu í þinginu og spurðu hvort næsta skref væri að bragðgóða áfengisdrykki. Í umsögn BAT segir að það styðji frumvarpið í grundvallaratriðum til að koma í veg fyrir reykinga og notkun barna á nikótínpúðum sem ætlaðar eru fullorðnum. Það fagni úrræðum eins og heilsuviðvörunum fyrir nikótínpúða, aldurstakmörkum og banni við notkun púðanna á svæðum eins og skólum. Það telji hins vegar hættu á að sum ákvæði frumvarpsinns, eins og bragðbann, grafi undan lýðheilsumarkmiðum frumvarpsins frekar en að efla þau. Bragðefni gegni lykilhlutverki í að auðvelda reykingamönnum að skipta yfir í skaðminni valkost. „Nikótínvörur og rafsígarettur með bragðefnum geta þannig skipt sköpum í baráttunni gegn tóbaksnotkun og stutt reykingamenn við að slökkva í sígarettunni. BAT telur því fyrirhugað bragðbann ekki aðeins vinna gegn skaðaminnkunarhlutverki púðanna heldur að jafnframt sé með öllu óljóst hvaða bragðefni falla þar undir, á hverju það mat hvílir og hvernig það mat fer fram,“ segir í umsögninni. Þá segir það að mikilvægt sé að styrkleikaþakið, sem lagt sé til í frumvarpinu, vinni í átt að skaðaminnkunarviðmiði. Ekki megi takmarka styrkleikann um of svo rafrettur og nikótínpúðar gagnist sem tól í baráttu gegn tobaksnotkun. „Í þessu samhengi bendir BAT á að Staðlastofnun Svíþjóðar, Svenska Institutet för Standarder, hefur úrskurðað að styrkleikaþakið skuli vera 20 mg í hverjum púða. BAT styður þessi viðmiðunarmörk, ekki síst í ljósi þess að mörkin gera púðana að handhægum kosti fyrir reykingamenn.“ Þá segir BAT jafnframt að eins og frumvarpið sé nú lagt fram muni veigamiklir hlutar laganna öðlast gildi þegar í stað, sem geti reynst framaleiðendum og seljendum erfitt. Gefa verði þeim gott svigrúm til að klára að vinna að innleiðingu nýrra laga, selja núverandi birgðir og breyta framleiðslunni. Fyrirtækið leggur til að frumvarpið í heild sinni taki gildi 12 mánuðum eftir samþykkt þess.
Áfengi og tóbak Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rafrettur Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent