Óttast stórsókn í austri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 19:29 Borgir í Úkraínu hafa margar hverjar verið lagðar í rúst af Rússum. AP Photo/Felipe Dana Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. Þungamiðja innrásar Rússa hefur verið að færast austur og suður á bóginn upp á síðkastið í átt að Donba þar sem Rússar hafa reyndar barist með uppreisnarmönnum frá árinu 2014. Úkraínsku hermönnum hefur tekist að þvinga Rússa til undanhalds frá höfuðborgarsvæðinu. Í borginni Kramatrosk í Donesk héraði hefur sprengjum ringt yfir íbúana sem margir hafa særst. „Önnur sprengja sprakk síðan og höggbylgjan kastaði mér þvert yfir herbergið eða kannski yfir ganginn. Mér tókst víst að standa upp og fikra mig í átt að innganginum. Sjálfboðaliðarnir komu mér einhvern veginn út,“ segir Vitali Vyhotsev íbúi í borginni. Vitali missti sjónina í árásinni og dvelur nú á yfirfullu sjúkrahúsi. Eyðileggingin blasir víða við í borginni en úkraínsk yfirvöld óttast að stórsókn sé í undirbúningi og hafa hvatt íbúa á svæðinu til að flýja. Evrópusambandið hefur boðað hertari refsiaðgerðir, meðal annars innflutningsbann á kolum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag viðbúið að stríðið geti dregist á langinn. „Við verðum að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir að þetta gæti staðið lengi yfir, mánuðum saman, jafnvel árum. Af þeim sökum þurfum við að vera viðbúin því að þetta dragist á langinn, bæði að styðja við bakið á Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðum og styrkja varnir okkar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þungamiðja innrásar Rússa hefur verið að færast austur og suður á bóginn upp á síðkastið í átt að Donba þar sem Rússar hafa reyndar barist með uppreisnarmönnum frá árinu 2014. Úkraínsku hermönnum hefur tekist að þvinga Rússa til undanhalds frá höfuðborgarsvæðinu. Í borginni Kramatrosk í Donesk héraði hefur sprengjum ringt yfir íbúana sem margir hafa særst. „Önnur sprengja sprakk síðan og höggbylgjan kastaði mér þvert yfir herbergið eða kannski yfir ganginn. Mér tókst víst að standa upp og fikra mig í átt að innganginum. Sjálfboðaliðarnir komu mér einhvern veginn út,“ segir Vitali Vyhotsev íbúi í borginni. Vitali missti sjónina í árásinni og dvelur nú á yfirfullu sjúkrahúsi. Eyðileggingin blasir víða við í borginni en úkraínsk yfirvöld óttast að stórsókn sé í undirbúningi og hafa hvatt íbúa á svæðinu til að flýja. Evrópusambandið hefur boðað hertari refsiaðgerðir, meðal annars innflutningsbann á kolum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag viðbúið að stríðið geti dregist á langinn. „Við verðum að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir að þetta gæti staðið lengi yfir, mánuðum saman, jafnvel árum. Af þeim sökum þurfum við að vera viðbúin því að þetta dragist á langinn, bæði að styðja við bakið á Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðum og styrkja varnir okkar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30
Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02