Óttast stórsókn í austri Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 19:29 Borgir í Úkraínu hafa margar hverjar verið lagðar í rúst af Rússum. AP Photo/Felipe Dana Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. Þungamiðja innrásar Rússa hefur verið að færast austur og suður á bóginn upp á síðkastið í átt að Donba þar sem Rússar hafa reyndar barist með uppreisnarmönnum frá árinu 2014. Úkraínsku hermönnum hefur tekist að þvinga Rússa til undanhalds frá höfuðborgarsvæðinu. Í borginni Kramatrosk í Donesk héraði hefur sprengjum ringt yfir íbúana sem margir hafa særst. „Önnur sprengja sprakk síðan og höggbylgjan kastaði mér þvert yfir herbergið eða kannski yfir ganginn. Mér tókst víst að standa upp og fikra mig í átt að innganginum. Sjálfboðaliðarnir komu mér einhvern veginn út,“ segir Vitali Vyhotsev íbúi í borginni. Vitali missti sjónina í árásinni og dvelur nú á yfirfullu sjúkrahúsi. Eyðileggingin blasir víða við í borginni en úkraínsk yfirvöld óttast að stórsókn sé í undirbúningi og hafa hvatt íbúa á svæðinu til að flýja. Evrópusambandið hefur boðað hertari refsiaðgerðir, meðal annars innflutningsbann á kolum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag viðbúið að stríðið geti dregist á langinn. „Við verðum að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir að þetta gæti staðið lengi yfir, mánuðum saman, jafnvel árum. Af þeim sökum þurfum við að vera viðbúin því að þetta dragist á langinn, bæði að styðja við bakið á Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðum og styrkja varnir okkar.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Þungamiðja innrásar Rússa hefur verið að færast austur og suður á bóginn upp á síðkastið í átt að Donba þar sem Rússar hafa reyndar barist með uppreisnarmönnum frá árinu 2014. Úkraínsku hermönnum hefur tekist að þvinga Rússa til undanhalds frá höfuðborgarsvæðinu. Í borginni Kramatrosk í Donesk héraði hefur sprengjum ringt yfir íbúana sem margir hafa særst. „Önnur sprengja sprakk síðan og höggbylgjan kastaði mér þvert yfir herbergið eða kannski yfir ganginn. Mér tókst víst að standa upp og fikra mig í átt að innganginum. Sjálfboðaliðarnir komu mér einhvern veginn út,“ segir Vitali Vyhotsev íbúi í borginni. Vitali missti sjónina í árásinni og dvelur nú á yfirfullu sjúkrahúsi. Eyðileggingin blasir víða við í borginni en úkraínsk yfirvöld óttast að stórsókn sé í undirbúningi og hafa hvatt íbúa á svæðinu til að flýja. Evrópusambandið hefur boðað hertari refsiaðgerðir, meðal annars innflutningsbann á kolum. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins sagði í dag viðbúið að stríðið geti dregist á langinn. „Við verðum að vera raunsæ og gera okkur grein fyrir að þetta gæti staðið lengi yfir, mánuðum saman, jafnvel árum. Af þeim sökum þurfum við að vera viðbúin því að þetta dragist á langinn, bæði að styðja við bakið á Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðum og styrkja varnir okkar.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30
Saka Rússa um að hafa gert árásir á friðsæl mótmæli Úkraínumenn saka Rússa um að hafa gert sprengjuárásir á friðsæl mótmæli í sunnanverðri Úkraínu í dag. Stjórnvöld vara við hörðum átökum á svæðinu næstu daga. Frans páfi var óvenjuharðorður í garð Rússlandsforseta í ávarpi í dag. 2. apríl 2022 23:02