Ekkert hús á Seyðisfirði á hættusvæði C vegna aurflóðahættu Elvar Snær Kristjánsson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Skoðun: Kosningar 2022 Byggðamál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. desember 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði. Skriðan var um 73.000 rúmmetrar. Á einhvern ótrúlegan hátt slasaðist enginn né lét lífið. Skriðan skildi eftir sig stórt sár í fjallinu. En hún skildi líka eftir stórt sár í hugum og hjörtum margra Seyðfirðinga. Traust til þeirra sérfræðinga sem sjá um hættumöt ofanflóða og eftirlit minnkaði. Jafnvel traust fjallana sem hafa varið okkur fyrir veðri og vindum frá örófi alda (og reyndar sólinni líka) minnkaði. En traustið jókst jafn og þétt aftur með fjölmörgum upplýsingafundum og greinagóðum svörum sérfræðinganna. Sumarið 2021 var kynnt nýtt bráðabirgðahættumat sem færði öll hús í Botnahlíð á C svæði sem er mesta hætta og gerir það að verkum að ekki má búa þar nema með vörnum. Þetta var áfellisdómur fyrir heila götu. Nú tók löng og erfið bið fyrir Seyðfirðinga, ekki síst íbúa Botnahlíðar sem sumir hverjir höfðu hug á sölu eða miklar framkvæmdir áður en skriðurnar féllu. Ekkert hús á C svæði, eitt á B svæði Þann 6. apríl síðastliðinn eða tæpu einu og hálfu ári frá skriðunum kynnti Jón Haukur Steingrímsson jarðfræðingur hjá EFLU svokallaða áfangaskýrslu á nýju hættumati sem nær yfir svæðið frá Búðará að Dagmálalæk. Stóru fréttirnar eru þær að hægt er að verja öll hús á svæðinu fyrir aurflóðum og koma þeim niður á hættusvæði A. Raunar verða öll hús í bænum á A svæði gagnvart aurflóðum fyrir utan eitt, Þórshamar sem verður á B svæði. Í huga þess sem þetta skrifar eru þetta betri niðurstöður en hægt var að vona og jafnvel var óttast að einhver hús þyrfti að fjarlægja til að koma vörnum fyrir. En hvers vegna er þessu hættumati treystandi? Mynd frá fundinum. Raunveruleg gögn, ekkert gisk Veðurstofan og EFLA hafa nýtt tímann frá skriðunum til að koma upp heilmiklu eftirlitskerfi og líklega því umfangsmesta á landinu. Einnig hafa skriðurnar sjálfar verið rannsakaðar og voru gögn úr borholum í Botnum sem voru til staðar áður mjög mikilvægar en þær mæla vatnshæð og þar með þrýsting vatnsins í jarðveginum. Allar þessar upplýsingar voru nýttar til að keyra flóðaherma til að reyna að átta sig á hvað gerist ef fleiri skriður falla í byggð á Seyðisfirði. Það sem gerir þessar niðurstöður úr flóðahermunum sérstakar er einkum tvennt. Í fyrsta lagi þær upplýsingar úr borholum fyrir skriður og þá daga sem skriðurnar voru að falla. Í öðru lagi það tækifæri sem stóra skriðan gaf til rannsókna. Þetta tvennt ásamt öðrum mælingum gerir það að verkum að hægt er að setja raunverulegar staðbundnar upplýsingar í flóðahermana. Þannig byggir nýtt mat á raunverulegum aðstæðum sem hægt var að mæla og setja saman. Gott eftirlit má ekki vinna gegn Seyðfirðingum Varnarkerfið sem kynnt var er þríþætt. Í fyrsta lagi eru það drenaðgerðir með skurðum og drenlögnum. Í öðru lagi öflugt og gott eftirlit. Og í þriðja lagi varnirnar sjálfar. Eins og fram kom í máli Jóns Hauks haldast þessir þrír þættir kerfisins í hendur og ekkert má taka út til þess að það virki. Því er brýnt að draga ekki lappirnar við að koma kerfinu í gagnið og ætla að stóla eingöngu á gott eftirlitskerfi. Ljóst er að þetta mun kosta töluvert og taka allmörg ár að fullklára en þetta er sá veruleiki sem Seyðfirðingar þurfa að horfast í augu við og ef líf á þrífast á landsbyggðinni er þetta sá veruleiki sem Íslendingar þurfa að horfast í augu við. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun