Bjarna kom í opna skjöldu að pabbi hans væri meðal kaupenda Jakob Bjarnar skrifar 7. apríl 2022 08:53 Bjarni upplýsti nú í morgun að hann hafi fyrst séð lista yfir þá sem keyptu í lokuðu útboði á stórum hluta Íslandsbanka. Salan er umdeild og það vakti athygli að meðal kaupenda er faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson en valið var sérstaklega í hóp þeirra sem fengu að kaupa. Bjarni segir það ekki hafa verið á sinni hendi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að sér hafi komið í opna skjöldu að faðir hans, Benedikt Sveinsson fjárfestir, hafi verið meðal kaupenda í útboði á hlutum Íslandsbanka nú á dögunum. Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og ræddi þar hið umdeilda útboð á stórum hluta í Íslandsbanka. Eftir mikla gagnrýni meðal annars á leynd sem ríkt hefur um kaupendur, sem gengur í berhögg við yfirlýst markmið um gegnsæi, lagði fjármálaráðuneytið fram listann yfir kaupendur. Þar var Benedikt meðal kaupenda og Bjarni segir að það hljóti vissulega að vekja upp réttmætar spurningar. Útvarpsmennirnir gengu eftir svörum. „Ég fæ listann fyrst í gær. Það er í fyrsta skipti sem ég sé hver fær úthlutað í kaupunum.“ Vissirðu að pabbi þinn væri þarna? „Nei, það vissi ég ekki. Og það kom mér í opna skjöldu í gær. Það gerði það. Ég hafði ekki hugmynd um það.“ Er það óheppilegt? „Það myndi kannski einhver segja að ástæða væri til að spyrja spurninga út af því. Og að því leytinu til hefði það mátt vera öðru vísi. En á móti kemur að þá verður eitt yfir alla að ganga, ein lög að gilda og einar reglur. Ég er ekki að taka ákvörðun um úthlutun. Ég set bara þessi almennu viðmið.“ En hefði pabbi ekki mátt hringja í strákinn og spyrja, heyrðu ég er hérna að kaupa í bankanum – eða þú að hringja í hann og segja: Heyrðu, vertu rólegur núna? „Sko, ég hef í raun og veru í mjög mörg ár óskað eftir því að vera ekkert mikið inni í því sem hann er að gera. Og ég held að það sé lang best þannig.“ Ertu ósáttur við að hann hafi keypt? Nú hefur þetta vakið nokkra úlfúð? „Ég skil vel að fólk kalli á skýringar og spyrji hvernig þetta gat gerst. Og það er sjálfsagt að svara því. Og ég tel að það standist mjög vel skoðun.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Bítið Tengdar fréttir Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58 Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Kristrún segir traustið á söluferlinu horfið Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að traustið á söluferli Íslandsbanka sé horfið. Í aðsendri grein á Vísi spyr hún hver eigi að bera ábyrgð á því en í gær var birtur listi þeirra sem fengu að kaupa hlutabréf í bankanum á afslætti, sem vakið hefur mikla athygli. 7. apríl 2022 07:58
Ólíklegt að Bjarni fái upplýsingar frá Bankasýslunni Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir ekkert því til fyrirstöðu af sinni hálfu að gefa upp hverjir keyptu hlut í Íslandsbanka á afslætti. Ef lög standi ekki í vegi fyrir birtingu. Lárus Blöndal stjórnarformaður Bankasýslunnar slær þá hugmynd hins vegar út af borðinu. 6. apríl 2022 15:22