Möguleikarnir fyrir lokaumferðina í Olís: Valur í kjörstöðu og úrslitaleikur milli Aftureldingar og Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 12:30 Valsmenn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Mikið er undir í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta á sunnudaginn. Þá ræðst hvaða lið verður deildarmeistari og Afturelding og Fram mætast í hreinum úrslitaleik um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17
Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira