Bjarni búinn að óska eftir úttekt á útboðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2022 14:11 Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra hefur óskað eftir því formlega að Ríkisendurskoðun geri úttekt á nýafstöðnu útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanska. Fyrirkomulag útboðsins, svokallað tilboðsfyrirkomulag, hefur verið gagnrýnt, ekki síst eftir að listi yfir þá sem fengu tækifæri til að taka þátt í útboðinu var birtur. Alls var 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans selt fyrir tæpa 53 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en þáverandi markaðsgengi. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Stjórnarandstaðan gagnrýndi útboðið harðlega á Alþingi í dag og þar boðaði Bjarni að Ríkisendurskoðun yrði fengin til að fara yfir framkvæmd útboðsins. Á að leggja mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Bjarni hafi í dag sent beiðni um úttekt á málinu til Ríkisendurskoðunar. „Þann 22. mars sl. fór fram útboð og sala á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Umræða hefur skapast um hvort framkvæmd sölunnar hafi verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda semborið var undir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar. Þess er hér með farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framangreind sala hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum,“ segir í bréfinu sem Bjarni undirritar. Stjórnarandstaðan vill reyndar ganga skrefinu lengra og stofna sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til þess að fara ofan í saumana á útboðinu. Sú hugmynd fékk ágætan hljómgrunn á þingi í dag, meðal annars frá þingmönnum stjórnarflokkanna þriggja. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið 7. apríl 2022 12:20 Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrirkomulag útboðsins, svokallað tilboðsfyrirkomulag, hefur verið gagnrýnt, ekki síst eftir að listi yfir þá sem fengu tækifæri til að taka þátt í útboðinu var birtur. Alls var 22,5 prósent af heildarhlutafé bankans selt fyrir tæpa 53 milljarða króna. Mikil eftirspurn var eftir hlutum í bankanum í útboðinu en alls buðu 430 fjárfestar í 50 milljón hluti þar sem verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjórum prósentum lægra en þáverandi markaðsgengi. Lífeyrissjóðir, fjárfestingasjóðir og fjölmargir þekktir aðilar úr fjármálaheiminum innanlands voru á meðal kaupenda, þar á meðal faðir Bjarna, fjárfestirinn Benedikt Sveinsson. Stjórnarandstaðan gagnrýndi útboðið harðlega á Alþingi í dag og þar boðaði Bjarni að Ríkisendurskoðun yrði fengin til að fara yfir framkvæmd útboðsins. Á að leggja mat á hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Bjarni hafi í dag sent beiðni um úttekt á málinu til Ríkisendurskoðunar. „Þann 22. mars sl. fór fram útboð og sala á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Umræða hefur skapast um hvort framkvæmd sölunnar hafi verið í samræmi við áskilnað laga og upplegg stjórnvalda semborið var undir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til umsagnar. Þess er hér með farið á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á hvort framangreind sala hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum,“ segir í bréfinu sem Bjarni undirritar. Stjórnarandstaðan vill reyndar ganga skrefinu lengra og stofna sérstaka rannsóknarnefnd þingsins til þess að fara ofan í saumana á útboðinu. Sú hugmynd fékk ágætan hljómgrunn á þingi í dag, meðal annars frá þingmönnum stjórnarflokkanna þriggja.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið 7. apríl 2022 12:20 Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07 Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06 Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24
Samhljómur um skipan rannsóknarnefndar vegna útboðsins Samhljómur virðist vera á Alþingi um að koma á fót rannsóknarnefnd á vegum þingsins til að rannsaka framvæmd nýafstaðins útboðs á hlut ríkisins í Íslandsbanka, ef marka má umræður á þinginu í dag. Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og VG segja sjálfsagt að styðja stofnun slíkrar nefndar telji þingið að ekki sé nóg að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið 7. apríl 2022 12:20
Bjarni vill að Ríkisendurskoðun fari yfir útboðið Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, telur að það sé „langbest“ að Alþingi fái Ríkisendurskoðun til þess að fara yfir framkvæmd nýafstaðins útboðs á stórum hlut ríkisins í Íslandsbanka. 7. apríl 2022 11:07
Hluthafar Íslandsbanka koma úr ólíkum áttum Björn Bragi Arnarson, sjónvarpsmaður og grínisti, er á meðal þeirra fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í Íslandsbanka. Björn Bragi keypti fyrir sautján og hálfa milljón króna í Íslandsbanka í gegnum félag sitt Bananalýðveldið. Hann er einn af fjölmörgum sem keyptu hlut í bankanum í nýafstöðunu útboði. 7. apríl 2022 10:06
Faðir fjármálaráðherra einn fjárfesta sem keypti í Íslandsbanka Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra, er einn þeirra sem keypti hlut í Íslandsbanka þann 22. mars síðastliðinn. 6. apríl 2022 17:55