Aðeins í annað sinn í sögunni sem landi er vikið úr Mannréttindaráðinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. apríl 2022 16:43 Alls samþykktu 93 að víkja Rússum úr ráðinu, þar á meðal Evrópusambandsríkin, Bandaríkin og Bretland. Líkt og við var að búast voru Hvíta-Rússland og Kína meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. AP/John Minchillo Meirihluti allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að víkja Rússum úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir gróf og kerfisbundin brot á mannréttindum en 93 greiddu atkvæði með tillögunni, 24 greiddu atkvæði á móti, og 58 sátu hjá. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu vegna brota á mannréttindum og í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráðinu er vikið úr ráði Sameinuðu þjóðanna. Meðal þeirra landa sem greiddu atkvæði gegn því að víkja Rússum úr ráðinu var Kína en sendiherra Kína sagðist telja að um fljótfærið skref væri að ræða sem komi aðeins til með að kasta olíu á eldinn. Önnur lönd sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Víetnam, auk ýmissa annarra landa í Afríku og Austur-Evrópu. Meðal landa sem sátu hjá voru Indland, Egyptaland og Suður-Afríka. UN General Assembly suspends Russia from Human Rights Council93 countries voted in favour of the draft resolution, 24 countries voted against it, 58 countries abstained#UkraineRussiaWar #UNHCR #russia #ukraine pic.twitter.com/ARtLOOIKra— Economic Times (@EconomicTimes) April 7, 2022 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiði að vernda mannréttindi. Þá hafa fleiri utanríkisráðherrar fagnað niðurstöðunni, þar á meðal Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann sagði það hafa verið það eina rétta í stöðunni. Kallað eftir atkvæðagreiðslu eftir fregnum af stríðsglæpum Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því fyrr í vikunni að Rússlandi yrði vikið úr ráðinu vegna grófra og kerfisbundra brota á mannréttindum í Úkraínu og tók meðal annars Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, undir ákallið. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur nú stigið fram og sakað Rússa um stríðsglæpi, einna helst eftir að fregnir bárust af hryllingnum í Bucha. Ákveðið var að greiða atkvæði um tillöguna í dag en samþykki þurfti frá tveimur þriðju aðildarríkjanna 193 til að tillagan gengi eftir, þar sem atkvæði þeirra sem sitja hjá telja ekki með. Það náðist í dag 93 greiddu atkvæði með á meðan 24 voru á móti. Sergiy Kyslytsya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, hvatti aðildarríkin fyrir fundinn til að samþykkja tillöguna en hann sagði heimsbyggðina standa á mikilvægum krossgötum. Það væri sjaldgæft og stórtækt að vísa landi úr ráðinu en að aðgerðir Rússa töluðu sínu máli. .@UKRinUN: "All you need to do is to press the YES button, and to save the Human Rights Council and many lives around the world and in Ukraine. On the other hand, pressing NO means pulling a trigger, and means a red dot on the screen. Red as the blood of the innocent lives lost." https://t.co/yao12UUgUy— Amanda Price (@amandaruthprice) April 7, 2022 „Það eina sem þið þurfið að gera er að ýta á JÁ hnappinn, til að bjarga Mannréttindaráðinu og mörgum lífum víða um heim og í Úkraínu. Aftur á móti með því að ýta á NEI þá eruð þið að taka í gikkinn, og það táknar rauðan punkt á skjánum. Rauðan eins og blóð hinna saklausu sem hafa látist,“ sagði Kyslytsya. Neita alfarið sök og segja Bandaríkin vilja öðlast meiri völd Yfirvöld í Rússlandi hafa þó þvertekið fyrir það að hafa ráðist á saklausa borgara og sakað úkraínskar hersveitir um að sviðsetja aðstæður til að mynda í Bucha. Gennady Kuzmin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ákvörðunina um að víkja Rússlandi úr ráðinu ekki hafa neitt að gera með aðgerðir þeirra í Úkraínu, heldur væri um að ræða tilraun Bandaríkjanna til að öðlast frekari völd. Russian deputy speaks ahead of #UNGA vote to suspend Moscow from UN Human Rights Council, "call[s] on all those present here to really consider your decision and to vote against the attempt by Western countries and their allies to destroy the existing human rights architecture." pic.twitter.com/BhlWrawBiZ— Amanda Price (@amandaruthprice) April 7, 2022 „Þetta er hvorki staður né stund fyrir leikaraskap,“ sagði Kuzmin og bætti við að það myndi skapa hættulegt fordæmi að víkja þeim úr ráðinu. „Ég kalla eftir því að allir sem eru viðstaddir íhugi alvarlega ákvörðun sína og kjósi gegn tilraun Vesturlandanna og þeirra bandamanna til að eyðileggja núverandi mynd mannréttinda.“ Alls eiga 47 lönd sæti í ráðinu en þau eru skipuð til þriggja ára í senn. Rússland var á öðru ári þegar þeim var vikið úr ráðinu í dag. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu en Líbýu var vikið úr ráðinu árið 2011. Þetta er í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er vikið úr ráði á vegum stofnunarinnar. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í Úkraínuvaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Óttast stórsókn í austri Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. 6. apríl 2022 19:29 Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 6. apríl 2022 15:25 „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Meðal þeirra landa sem greiddu atkvæði gegn því að víkja Rússum úr ráðinu var Kína en sendiherra Kína sagðist telja að um fljótfærið skref væri að ræða sem komi aðeins til með að kasta olíu á eldinn. Önnur lönd sem greiddu atkvæði á móti voru Hvíta-Rússland, Norður-Kórea, Víetnam, auk ýmissa annarra landa í Afríku og Austur-Evrópu. Meðal landa sem sátu hjá voru Indland, Egyptaland og Suður-Afríka. UN General Assembly suspends Russia from Human Rights Council93 countries voted in favour of the draft resolution, 24 countries voted against it, 58 countries abstained#UkraineRussiaWar #UNHCR #russia #ukraine pic.twitter.com/ARtLOOIKra— Economic Times (@EconomicTimes) April 7, 2022 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, fagnaði niðurstöðunni en hann sagði stríðsglæpamenn ekki eiga erindi í ráð sem hafi það að markmiði að vernda mannréttindi. Þá hafa fleiri utanríkisráðherrar fagnað niðurstöðunni, þar á meðal Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hann sagði það hafa verið það eina rétta í stöðunni. Kallað eftir atkvæðagreiðslu eftir fregnum af stríðsglæpum Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, kallaði eftir því fyrr í vikunni að Rússlandi yrði vikið úr ráðinu vegna grófra og kerfisbundra brota á mannréttindum í Úkraínu og tók meðal annars Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, undir ákallið. Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur nú stigið fram og sakað Rússa um stríðsglæpi, einna helst eftir að fregnir bárust af hryllingnum í Bucha. Ákveðið var að greiða atkvæði um tillöguna í dag en samþykki þurfti frá tveimur þriðju aðildarríkjanna 193 til að tillagan gengi eftir, þar sem atkvæði þeirra sem sitja hjá telja ekki með. Það náðist í dag 93 greiddu atkvæði með á meðan 24 voru á móti. Sergiy Kyslytsya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum, hvatti aðildarríkin fyrir fundinn til að samþykkja tillöguna en hann sagði heimsbyggðina standa á mikilvægum krossgötum. Það væri sjaldgæft og stórtækt að vísa landi úr ráðinu en að aðgerðir Rússa töluðu sínu máli. .@UKRinUN: "All you need to do is to press the YES button, and to save the Human Rights Council and many lives around the world and in Ukraine. On the other hand, pressing NO means pulling a trigger, and means a red dot on the screen. Red as the blood of the innocent lives lost." https://t.co/yao12UUgUy— Amanda Price (@amandaruthprice) April 7, 2022 „Það eina sem þið þurfið að gera er að ýta á JÁ hnappinn, til að bjarga Mannréttindaráðinu og mörgum lífum víða um heim og í Úkraínu. Aftur á móti með því að ýta á NEI þá eruð þið að taka í gikkinn, og það táknar rauðan punkt á skjánum. Rauðan eins og blóð hinna saklausu sem hafa látist,“ sagði Kyslytsya. Neita alfarið sök og segja Bandaríkin vilja öðlast meiri völd Yfirvöld í Rússlandi hafa þó þvertekið fyrir það að hafa ráðist á saklausa borgara og sakað úkraínskar hersveitir um að sviðsetja aðstæður til að mynda í Bucha. Gennady Kuzmin, sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ákvörðunina um að víkja Rússlandi úr ráðinu ekki hafa neitt að gera með aðgerðir þeirra í Úkraínu, heldur væri um að ræða tilraun Bandaríkjanna til að öðlast frekari völd. Russian deputy speaks ahead of #UNGA vote to suspend Moscow from UN Human Rights Council, "call[s] on all those present here to really consider your decision and to vote against the attempt by Western countries and their allies to destroy the existing human rights architecture." pic.twitter.com/BhlWrawBiZ— Amanda Price (@amandaruthprice) April 7, 2022 „Þetta er hvorki staður né stund fyrir leikaraskap,“ sagði Kuzmin og bætti við að það myndi skapa hættulegt fordæmi að víkja þeim úr ráðinu. „Ég kalla eftir því að allir sem eru viðstaddir íhugi alvarlega ákvörðun sína og kjósi gegn tilraun Vesturlandanna og þeirra bandamanna til að eyðileggja núverandi mynd mannréttinda.“ Alls eiga 47 lönd sæti í ráðinu en þau eru skipuð til þriggja ára í senn. Rússland var á öðru ári þegar þeim var vikið úr ráðinu í dag. Þetta er í annað sinn sem landi er vikið úr ráðinu en Líbýu var vikið úr ráðinu árið 2011. Þetta er í fyrsta sinn sem land sem á sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna er vikið úr ráði á vegum stofnunarinnar. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í Úkraínuvaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05 Óttast stórsókn í austri Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. 6. apríl 2022 19:29 Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 6. apríl 2022 15:25 „Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Utanríkisráðherra reiknar með að NATO-ríki auki stuðninginn við Úkraínu Utanríkisráðherra reiknar með að NATO ríkin muni auka stuðning sinn við Úkraínu en hún situr nú fund utanríkisráðherra bandalagsins í Brussel. Úkraínu menn segja auknar vopnasendingar nauðsynlegar til að koma í veg fyrir skelfilegar fórnir og útbreiðslu innrásar Rússa til annarra Evrópuríkja. 7. apríl 2022 12:05
Óttast stórsókn í austri Þúsundir íbúa í austurhluta Úkraínu hafa flúið Donbas að undanförnu af ótta við stórsókn Rússa í austurhluta Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að stríðið geti dregist í marga mánuði eða ár. 6. apríl 2022 19:29
Bandaríkin beina spjótum sínum að dætrum Pútíns Bandaríkin, ásamt öðrum G7-ríkjum og Evrópusambandinu, hafa tilkynnt um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum, meðal annars vegna hryllingsins í Bucha. Bandaríkin segjast munu sjá til þess að hinir seku verði sóttir til saka og eru refsiaðgerðirnar liður í því. Bandaríkin hafa til að mynda ákveðið að beita fullorðnar dætur Pútíns refsiaðgerðum. 6. apríl 2022 15:25
„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. 6. apríl 2022 12:12
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent