Tiger Woods er að leika á sínu fyrsta risamóti eftir að kylfingurinn lenti í bílslysi á síðasta ári og slasaðist illa. Einhverjir óttuðust að þessi frábæri kylfingur gæti aldrei leikið golf aftur eftir slysið.
Það var því gríðarleg eftirvænting þegar Tiger mætti á Augusta National völlinn til æfinga á dögunum. Hann tók nokkrar æfingar á vellinum og tilkynnti svo í vikunni að hann ætlaði sér að vera með á mótinu.
Tiger virðist hafa engu gleymt og þegar þetta er ritað er hann á pari eftir 14 holur. Hann var þó sérstaklega nálægt því að gera allt gjörsamlega vitlaust á vellinum þegar teighögg hans á sjöttu braut staðnæmdist aðeins nokkrum sentimetrum frá holunni.
Nearly a hole-in-one from @TigerWoods 😳 pic.twitter.com/8xVAGUkOrj
— PGA TOUR (@PGATOUR) April 7, 2022
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.