„Mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 20:00 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var sáttur með fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi er liðin mættust í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu leikinn 5-0. „Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“ Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
„Mér fannst leikurinn fínn heilt yfir. Það var smá skjálfti í okkur í byrjun. Þær pressuðu okkur hátt, það kom aðeins á óvart hversu mikið þær pressuðu. Heilt yfir var ég ánægður með leikinn, mér fannst við leysa þetta vel og kláruðum leikinn í fyrri hálfleik sem var mjög jákvætt,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi eftir leikinn. Íslenska liðið skoraði snemma leiks og fóru 3-0 yfir í hálfleik. Stelpurnar bættu um betur og skoruðu tvö mörk í seinni, niðurstaðan 5 marka sigur. Þorsteinn sagðist vera ánægður með hvernig Hvíta-Rússland spilaði sem gaf íslensku stelpunum möguleika á að spila sinn leik. „Við vissum alveg að við erum með betra lið en Hvíta-Rússland. Auðvitað ef að lið spila skipulagðan varnarleik og liggja til baka og eru þolinmóðar þá getur verið erfitt að brjóta lið á bak aftur. Maður átti ekki von á að þær myndu fara svona hátt í pressu snemma. Ég var mjög ánægður með það að þær pressuðu okkur hátt, þá voru stærri pláss og stærri svæði sem mynduðust framar á vellinum fyrir okkur. Um leið og við vorum að finna svæðin og finna sendingar möguleikana og nýta föstu leikatriðin í framhaldinu, þá fór þetta að fúnkera vel.“ Glódís Perla Viggósdóttir og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu báðar sinn 100. landsleik fyrir Ísland og sagði Þorsteinn það frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja. „Það er risa áfangi. Við erum að horfa á ungan leikmann raunverulega, Glódís er ekki gömul og komin í hundrað landsleiki. Dagný er nokkrum árum eldri og þessar stelpur geta spilað í mörg ár í viðbót. Það er afrek að ná að spila hundrað landsleiki fyrir íslenska landsliðið. Það er frábært að sjá þetta og frábært að leikmenn í kvennaboltanum nái þessum fjölda leikja.“ Nú er Ísland á toppi riðilsins og þurfa þær jafntefli við Tékkland á þriðjudaginn til þess að fá farmiða beint á HM. Þorsteinn segir að staðan sem Ísland er í núna sé mikilvæg og hjálpi þeim í framhaldinu. „Ég hef alltaf sagt að þetta snúist um að tapa sem fæstum stigum og snýst riðlakeppninn alltaf um það. Við erum að halda áfram í þeim möguleika að við ráðum þessu algjörlega sjálf. Þetta snýst um okkur og hvernig við spilum og hvaða úrslitum við náum. Leikurinn í dag var áframhald af því að við værum búin að tapa fæstum stigunum í þessum riðli. Þriðjudagurinn er mjög mikilvægur leikur upp á að halda þeirri stöðu áfram.“
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 „Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5 | Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15
„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. 7. apríl 2022 19:30