Áhyggjulaus á meðan það er frost Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. apríl 2022 09:01 Úr Hlíðarfjalli. Vísir/Arnar Unnið er hörðum höndum að því að undirbúa skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri undir stærstu helgi ársins á skíðasvæðinu, páskahelgina. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“ Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli er einn vinsælasti ferðamannastaður Íslendinga og landsmenn hafa verið duglegir að skíða í vetur, þrátt fyrir að þar hafi veðrið verið uppátækjasamt. „Traffíkin er búin að vera fín. Það sem er kannski búið að vera erfiðast eru kannski lægðir. Við þurfum að fara örugglega fimmtán ár aftur í tímann til að finna jafn vindamikinn vetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins. Páskarnir koma seint í ár en þó hefur snjóað norðan heiða undanfarna daga og lítið annað en frost í kortunum næstu daga. „Það er frost framundan og við munum halda áfram að framleiða fyrir dymbilviku og páska og Andrés. Svo lengi sem það er frost þá getum við nýtt byssurnar og framleitt. Þá er ég áhyggjulaus,“ segir Brynjar spurður um hvort hann fylgist ekki grannt með veðurspánni. Páskarnir og dymbilvikan skipta miklu máli þegar kemur að rekstrinum. „Við erum í vertíð og páskarnir eru stærsti parturinn af þeim, mestu tekjurnar, mesta traffíkin og mesta gleðin. Bestu skíðaskilyrðin, birtan er komin,“ segir Brynjar. Nýja stólalyftan í fjallinu var sett í gang í febrúar og svo lengi sem veðrið er gott verður hún opin. „Við stefnum á því að hún verði opin alla daga fram að páskum. Við erum alltaf með hana opna fimmtudega til sunnudags. Svo þegar páskarnir koma og dymbilvikan þá verður hún bara keyrð daglega.“
Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Akureyri Tengdar fréttir Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Stríddi lyftuvörðum á ögurstundu áður en hún ferjaði farþega í fyrsta skipti Nýja skíðalyftan í Hlíðarfjalli við Akureyri var loksins opnuð í dag, nokkrum árum á eftir áætlun. Hún stríddi lyftuvörðum örlítið með því að fara ekki í gang á auglýstum opnunartíma í dag. Því var þó reddað fljótt og örugglega. Það voru ungir Reykvíkingar í skólafríi sem fóru í fyrstu ferðina með lyftunni. 19. febrúar 2022 20:00