Frá þessu segir í tilkynningu frá Brandenburg. Þar kemur fram að Matthías hafi gengið í Listaháskóla Íslands og hafi starfað sem listamaður á ýmsum sviðum.
„Þá er hann landsmönnum að góðu kunnur eftir vasklega framgöngu sína með Hatara sem skók þjóðarsálina allhressilega í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2019. Matthías var valinn leikskáld Borgarleikhússins í fyrra og fer verk hans á fjalir leikhússins á næstu misserum.“
Alls starfa tæplega fjörutíu manns hjá Brandenburg.