Viðskipti innlent

Kröfur upp á milljarð í þrota­bú Capi­tal Hotels

Bjarki Sigurðsson skrifar
Capital Inn við Suðurhlíð 35.
Capital Inn við Suðurhlíð 35. Já.is

Alls námu lýstar kröfur í þrotabú CapitalHotels ehf. rétt tæplega milljarði króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 8. júlí árið 2020.

Greiðslur upp í veðkröfur voru tæplega hálfur milljarður en ekkert fékkst greitt upp í forgangskröfur og almennar kröfur. Skiptum á búinu var lokið þann 5. apríl síðastliðinn og var það Steinunn Guðbjartsdóttir sem var skiptastjóri.

Félagið rak meðal annars City Park Hotel við Ármúla 5, Capital Inn við Suðurhlíð 35 og stóð í viðræðum um að verða rekstraraðili Marriot hótels við Keflavíkurflugvöll.

Árni Valur Samúelsson, annar tveggja hluthafa í Capital Hotels, sagði í samtali við Fréttablaðið árið 2020 að Covid-19 faraldurinn hafi sett strik í reikninginn en nýting gistirýma í apríl 2020 var einungis 3,6%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×