Erlent

Finnar sparka líka rúss­neskum em­bættis­mönnum úr landi

Atli Ísleifsson skrifar
Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands.
Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands. EPA

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að sparka tveimur rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásar Rússa inn í Úkraínu. Ísland er þar með eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefur vísað rússneskum embættismönnum úr landi.

Finnskir fjölmiðlar segja að Finnar hafi auk þess ákveðið að draga vegabréfsávísun eins rússnesks embættismanns til viðbótar til baka.

Stjórnvöld í Svíþjóð, Danmörku og Noregi vísuðu fyrr í vikunni rússneskum embættismönnum úr landi vegna innrásarinnar. Fyrr í dag var svo greint frá því að stjórnvöld í Japan hafi ákveðið að visa rússneskum embættismönnum úr landi.

Greint var frá því í gær að samkvæmt yfirferð norska blaðsins Verdens Gang hafi 23 Evrópuríki nú vísað rússneskum embættismönnum úr landi – samtals 370 embættismönnum. Auk þess hefur Evrópusambandið vísað nítján slíkum frá Brussel.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×