Kosið um forystu í Félagi framhaldsskólakennara Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 8. apríl 2022 14:30 Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Stéttarfélög Framhaldsskólar Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu viku maímánaðar fara fram kosningar í Félagi framhaldsskólakennara. Tveir eru í framboði til formanns og alls bjóða sig 13 manns fram til setu í stjórn félagsins. Það er ákaflega sjaldgæft að svo margt fólk bjóði sig fram til stjórnar í félagasamtökum og því stefnir í sérstaklega áhugaverðar kosningar. Ég er þakklátur öllum frambjóðendum því þessi breiði hópur sýnir okkur að starfið innan félagsins okkar þykir eftirsóknarvert. Það er alls ekki að undra að áhuginn sé svona mikill því framhaldsskólinn hefur verið mikið í umræðunni síðustu misserin. Covid-ástandið hreyfði svo um munaði við ýmsum þáttum sem rólegt hafði verið um í skólastarfinu. Þar má nefna stund og stað þeirra sem nema og kenna, hugtakið kennslustund, vinnuaðstæður, vinnutíma, félagsþroska og skóla sem samfélag, stuðning til náms og kennslu, starfsþróun og svo ótalmargt annað. Kjaramálin eru svo enn annar kapítuli og ekki síður mikilvægur. Nú þegar ár er í að samningar verða lausir er að mörgu að hyggja og er það gríðarlega mikilvægt fyrir þá, sem kjörnir verða til forystu, að eiga þéttan og samheldinn hóp að baki sér í undirbúningi kjaraviðræðna og á meðan þeim stendur. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir frambjóðendur að þátttaka verði góð í kosningunum heldur er það gríðarlega áríðandi fyrir allt samfélag kennara og ráðgjafa í framhaldsskólum. Ef við ætlum að taka okkur pláss í skólamálaumræðunni verðum við að sýna að við erum vakandi og virk og að fólkið sem velst til forystu njóti stuðnings félagsfólks. Á vef KÍ er að finna nánari upplýsingar um frambjóðendur og áherslur þeirra og ég hvet allt félagsfólk til þess að kynna sér það efni rækilega. Nú hef ég þriggja ára reynslu í starfi formanns og finnst ég hafa náð ákveðnum árangri en um leið þykir mér svo ótal margt ógert. Ég er þess fullviss að ég geti, í náinni samvinnu við áhugasamt fólk í félaginu, komið góðu til leiðar í kjara-, skóla- og félagsmálum. Því sækist ég eftir endurnýjuðu umboði félagsfólks til þess að halda áfram að vinna með því að hagsmunum framhaldsskólakennara á breiðum vettvangi. Gerum okkur gildandi. Sýnum hvað við erum að gera. Tökum pláss. Gerum það saman. Til er ég! Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun