Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Heimir Már Pétursson skrifar 8. apríl 2022 20:31 „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu.“ Vísir/Sigurjón Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. „Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Þetta er til áminningar um það sem hefur gerst í Bucha, Mariupol, Kharkiv og í öðrum borgum í Úkraínu. Hundrað sextíu og sjö börn sem var slátrað eða bara drepin í Úkraínu. Og þetta er bara tala sem við vitum um. Hversu mörg eru börnin sem við vitum ekki um,“ sagði Júlía, ein kvennanna. Hún vill að sendiherra Rússlands í Reykjavík verði vísað úr landi. „Hann styður stefnu Putins sem þýðir að hann styður allt þetta. Morðin og allt þetta helvíti sem rússneskir terroristar eru að gera. Að sjálfsögðu verður hann að fara,“ sagði Júlía. Finnar ákváðu í dag að vísa tveimur rússneskum sendiráðsmönnum úr landi og afturkalla áður útgefið landvistarleyfi til hins þriðja. Þá hafa öll Norðurlöndin nema Ísland bæst í hóp tuttugu og tveggja annarra Evrópuríkja sem vísað hafa rússneskum sendiráðsmönnum úr landi. Litháar hafa að auki rekið sendiherra Rússlands heim án þess þó að slíta stjórnmálasambandi við Rússa. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra var í heimsókn í Litháen í dag. „Ég útiloka ekkert í þeim efnum. Það hefur aðeins eitt ríki í raun sent sendiherrann heim. Sem er einmitt Litháen. Ekkert annað ríki hefur gert það,“ segir utanríkisráðherra. Hér á landi væru átta rússneskir sendiráðsstarfsmenn og aðeins þrír í sendiráði Íslands í Moskvu. Rússar myndu eflaust svara brottvísun héðan í sömu mynt. „Við horfum líka á þetta í því samhengi. Einhverjum kann að þykja alger óþarfi fyrir okkur að viðhalda einhverjum stjórnmálalegum samskiptum. En það eru nú öll ríkin í kringum okkur að gera. Sömuleiðis berum við ákveðnar skyldur gagnvart íslenskum ríkisborgurum,“ segir Þórdís Kolbrún.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira