Vaktin: Óbreyttir borgarar myrtir í Donetsk Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 9. apríl 2022 19:25 Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar voru myrtir í Donetsk-héraði í dag. Andrea Carrubba/Anadolu Agency via Getty Images Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir 44 dögum hefur rússneskum hersveitum orðið lítið ágengt. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins munu á næstu dögum beita sér fyrir því að Alþjóðaglæpadómstóllinn taki fyrir mögulega stríðsglæpi Rússa. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Nýr hersforingi hefur tekið við skipulagningu innrásarinnar en gert er ráð fyrir auknum árásum í austurhluta Úkraínu á næstu dögum og vikum. Samið hefur verið um að opna öruggar flóttaleiðir á tíu stöðum, þar á meðal Mariupol. Yfirvöld í austurhluta landsins hvetja íbúa til að yfirgefa svæðið. Rússneskar hersveitir eru sagðar hafa ráðist á lestarstöð í Kramatorsk þar sem 52 létust. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallar eftir því að réttað verði yfir Rússum fyrir stríðsglæpi en yfirvöld í Rússlandi neita alfarið sök. Forsetinn kallar eftir auknum refsiaðgerðum gegn Rússum og vill að Vesturlandin leggi algert bann á rússneska orku, olíu og gas. Þá hefur hann kallað eftir fleiri vopnum. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir Rússa vísvitandi ráðast á almenna borgara og telur ljóst að þeir muni á næstu dögum og vikum einblína á Donbas, Mariupol og Mykolaiv. Ríkisstjórnir og bankar víða um heim hafa heitið fjárstuðningi við mannúðar- og flóttamannaaðstoð í og við Úkraínu, upp á meira en tíu milljarða evra, eða um 1.390 milljarða króna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira