Tíu algengustu vandamálin á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. apríl 2022 07:01 Störfin okkar geta verið ólíkt, vinnustaðirnir okkar ólíkir, stórir, litlir og starfandi á mismunandi sviðum. Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru þó oftast keimlík og það er í höndum stjórnenda að leysa úr þeim. Hér er listi sem fólk getur mátað við sinn vinnustað því vandamál fyrst og fremst verkefni til að leysa úr. Vísir/Getty Það skiptir engu máli þótt vinnustaðirnir okkar séu ólíkir eða störfin okkar séu af ólíkum toga: Algengustu vandamálin á vinnustöðum eru oftar en ekki þau sömu eða keimlík. Sérfræðingar hjá The International Psychology Clinic hafa tekið saman tíu algengustu vandamálin sem starfsfólk glímir við á vinnustöðum en flest þeirra er í höndum stjórnenda vinnustaða að leysa. Þessi tíu atriða listi er eftirfarandi og nú er um að gera að hver og einn velti fyrir sér hvort eitthvert þessara atriða mætti bæta úr á þeirra vinnustað. Því vandamál eru til þess að leysa þau! 1. Starfsfólk fær ekki nægilega þjálfun eða aðstoð í upphafi Of algengt er að nýliðum sé nánast kastað í laugina þegar fólk byrjar í nýju starfi eða að þjálfunin sem fólk fær er ómarkviss og ekki nægilega góð. Leið til að bæta úr þessu er að hafa starfslýsinguna við hendina og tryggja að þjálfun starfsmannsins sé í samræmi við það sem stjórnandinn ætlast til að fá frá viðkomandi. Hér er sérstaklega bent á að huga vel að verklegri þjálfun. 2. Stjórnendur vanda sig ekki við hlustun Það telst samskiptavandi hjá stjórnendum ef stjórnandinn áttar sig ekki nægilega vel á því hlutverki sínu að hann/hún þarf að hlusta á starfsfólkið sitt. Eitt af algengustu vandamálum vinnustaða er að stjórnendur gefa fyrirmæli og tala sjálfir, en hlusta ekki á hvað starfsfólkið hefur fram að færa. Leið til lausna er virk hlustun leiðtoga. 3. Latir samstarfsmenn Ef það er einhver innan starfshópsins sem kemst upp með að vera latur í vinnunni, er ekki ólíklegt að þessi leti smiti út frá sér. Áhrifin geta endurspeglast í því að aðrir taka upp sömu starfshætti og standa sig ekki eins vel og annars væri, eða að latir starfsmenn fara í taugarnar á þeim sem eru að standa sig vel. Góðir stjórnendur eiga að horfa á frammistöðu allra starfsmanna sem áskorun og það á ekkert síður við um þá sem ekki eru að standa sig nægilega vel. Mögulega þarf að aðstoða þá starfsmenn sérstaklega eða þjálfa, þannig að styrkleikar þeirra og hæfni njóti sín betur í starfinu. 4. Vinnuaðstaða fólks er ekki nógu góð Það er staðreynd að ef vinnuaðastaða starfsfólks er ekki nógu góð eða jafnvel óviðunandi, bitnar það helst á þeim árangri eða ávinningi sem vinnuveitendur gætu annars fengið frá starfsmönnum. Afleiðingar geta birst með ólíkum hætti, allt frá því að kulnun er of algeng og viðvarandi streituástand starfsmanna yfir í að fólk hreinlega missir áhugann á að standa sig eins vel og það gæti. Stjórnendum er bent á að í þessum efnum uppsker vinnustaðurinn því sem hann sáir. 5. Stjórnendur ekki nógu duglegir að hrósa Þegar fólk leggur sig í líma við að standa sig vel í vinnu en lærir fljótt að það mun hvorki hljóta hrós, jákvæða endurgjöf eða jafnvel viðurkenningu fyrir, er hætta á að áhuginn á því að standa sig svona vel dvíni. Það fylgir mannlegu eðli að við viljum vera metin af verðleikum og hér er því beint til stjórnenda að það er hluti þeirra starfs að gefa jákvæðan innblástur og drifkraft inn í hópinn. 6. Starfslýsingin og starfið passa ekki saman Óskýr starfslýsing, engin starfslýsing eða starfslýsing sem passar ekki við starfið er mun algengari vandamál á vinnustöðum en fólk kannski heldur. Hvernig er staðan á þessu á þínum vinnustað? Stjórnendum er bent á að því skýrari sem starfslýsingin er, því betra fyrir alla aðila. Starfsmaðurinn veit betur til hvers er ætlast og það er á ábyrgð stjórnandans að þetta liggi fyrir áður en gengið er frá ráðningu. 7. Reglur og stefnur fínar á pappír en… Síðustu árin hefur það færst í vöxt að vinnustaðir eru að setja sér alls kyns reglur, viðmið, áherslur og stefnur um hina og þessa hluti sem snúa að starfseminni eða starfsfólki. Of oft eru þetta skrifaður texti sem lítur vel út á pappír en er meira á orði en á borði. Þetta þýðir að upplifun starfsfólks verður sú að öll þessi fínu boð og bönn, verklag og ferlar eru marklaus og enda með að verða letjandi frekar en hvetjandi. Stjórnendum er bent á að í þessum efnum er allt gott í hófi og frekar að vera með færri reglur, boð eða bönn en skýrar og eitthvað sem allir þekkja og fara eftir. 8. Vankunnátta stjórnenda í breytingastjórnun Breytingar eru órjúfanlegur hluti af vinnustöðum og þróun þeirra. En of algengt er að kunnáttan til að fylgja breytingum eftir vel sé ábótavant og ekki í samræmi við þarfir starfsfólks. Stjórnendum er bent á að gefa sér tíma í breytingar og/eða undirbúning þeirra. Og hér er minnt á að því upplýstara sem starfsfólk telur sig vera, því ánægðari er fólk í vinnu. 9. Lausnir á erfiðum málum með viðskiptavinum Vinnustaðir þurfa að gera ráð fyrir að vandamál kunni að koma upp tengt viðskiptavinum. Sem stundum er erfitt að leysa úr en þar skiptir góð samskiptahæfni máli en einnig þjálfun. Stjórnendur geta ekki ætlast til þess að starfsmenn þeirra verði meistarar í að ráða úr vandamálum með viðskiptavinum, nema þeir fái til þess þjálfun og leiðbeiningar. 10. Lítt sýnileg tækifæri til starfsþróunar Okkur finnst það flestum spennandi tilhugsun að sjá fyrir okkur tækifæri til að vaxa í starfi. Þetta þarf ekkert endilega að þýða breyting á starfi eða stöðuheiti, heldur einnig tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir í núverandi starfi. Þá eykur það á starfsánægju fólks ef það hefur svigrúm til sköpunar og sjálfstæðis. Eitt lykilhlutverk stjórnenda er að skapa þær aðstæður hjá starfsfólki að það sjái alltaf tækifæri til þess að þróa sig áfram eða vera hluti af því að skapa eitthvað nýtt, breyta eða betrumbæta. Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. 7. janúar 2022 07:00 „Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“ Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunar- og stjórnendaráðgjafi, segir strauma og stefnur í mannauðsmálum 2022 samanstanda af kunnuglegum atriðum, áherslum tengdum heimsfaraldri en líka ýmsu nýju. 14. janúar 2022 07:01 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sérfræðingar hjá The International Psychology Clinic hafa tekið saman tíu algengustu vandamálin sem starfsfólk glímir við á vinnustöðum en flest þeirra er í höndum stjórnenda vinnustaða að leysa. Þessi tíu atriða listi er eftirfarandi og nú er um að gera að hver og einn velti fyrir sér hvort eitthvert þessara atriða mætti bæta úr á þeirra vinnustað. Því vandamál eru til þess að leysa þau! 1. Starfsfólk fær ekki nægilega þjálfun eða aðstoð í upphafi Of algengt er að nýliðum sé nánast kastað í laugina þegar fólk byrjar í nýju starfi eða að þjálfunin sem fólk fær er ómarkviss og ekki nægilega góð. Leið til að bæta úr þessu er að hafa starfslýsinguna við hendina og tryggja að þjálfun starfsmannsins sé í samræmi við það sem stjórnandinn ætlast til að fá frá viðkomandi. Hér er sérstaklega bent á að huga vel að verklegri þjálfun. 2. Stjórnendur vanda sig ekki við hlustun Það telst samskiptavandi hjá stjórnendum ef stjórnandinn áttar sig ekki nægilega vel á því hlutverki sínu að hann/hún þarf að hlusta á starfsfólkið sitt. Eitt af algengustu vandamálum vinnustaða er að stjórnendur gefa fyrirmæli og tala sjálfir, en hlusta ekki á hvað starfsfólkið hefur fram að færa. Leið til lausna er virk hlustun leiðtoga. 3. Latir samstarfsmenn Ef það er einhver innan starfshópsins sem kemst upp með að vera latur í vinnunni, er ekki ólíklegt að þessi leti smiti út frá sér. Áhrifin geta endurspeglast í því að aðrir taka upp sömu starfshætti og standa sig ekki eins vel og annars væri, eða að latir starfsmenn fara í taugarnar á þeim sem eru að standa sig vel. Góðir stjórnendur eiga að horfa á frammistöðu allra starfsmanna sem áskorun og það á ekkert síður við um þá sem ekki eru að standa sig nægilega vel. Mögulega þarf að aðstoða þá starfsmenn sérstaklega eða þjálfa, þannig að styrkleikar þeirra og hæfni njóti sín betur í starfinu. 4. Vinnuaðstaða fólks er ekki nógu góð Það er staðreynd að ef vinnuaðastaða starfsfólks er ekki nógu góð eða jafnvel óviðunandi, bitnar það helst á þeim árangri eða ávinningi sem vinnuveitendur gætu annars fengið frá starfsmönnum. Afleiðingar geta birst með ólíkum hætti, allt frá því að kulnun er of algeng og viðvarandi streituástand starfsmanna yfir í að fólk hreinlega missir áhugann á að standa sig eins vel og það gæti. Stjórnendum er bent á að í þessum efnum uppsker vinnustaðurinn því sem hann sáir. 5. Stjórnendur ekki nógu duglegir að hrósa Þegar fólk leggur sig í líma við að standa sig vel í vinnu en lærir fljótt að það mun hvorki hljóta hrós, jákvæða endurgjöf eða jafnvel viðurkenningu fyrir, er hætta á að áhuginn á því að standa sig svona vel dvíni. Það fylgir mannlegu eðli að við viljum vera metin af verðleikum og hér er því beint til stjórnenda að það er hluti þeirra starfs að gefa jákvæðan innblástur og drifkraft inn í hópinn. 6. Starfslýsingin og starfið passa ekki saman Óskýr starfslýsing, engin starfslýsing eða starfslýsing sem passar ekki við starfið er mun algengari vandamál á vinnustöðum en fólk kannski heldur. Hvernig er staðan á þessu á þínum vinnustað? Stjórnendum er bent á að því skýrari sem starfslýsingin er, því betra fyrir alla aðila. Starfsmaðurinn veit betur til hvers er ætlast og það er á ábyrgð stjórnandans að þetta liggi fyrir áður en gengið er frá ráðningu. 7. Reglur og stefnur fínar á pappír en… Síðustu árin hefur það færst í vöxt að vinnustaðir eru að setja sér alls kyns reglur, viðmið, áherslur og stefnur um hina og þessa hluti sem snúa að starfseminni eða starfsfólki. Of oft eru þetta skrifaður texti sem lítur vel út á pappír en er meira á orði en á borði. Þetta þýðir að upplifun starfsfólks verður sú að öll þessi fínu boð og bönn, verklag og ferlar eru marklaus og enda með að verða letjandi frekar en hvetjandi. Stjórnendum er bent á að í þessum efnum er allt gott í hófi og frekar að vera með færri reglur, boð eða bönn en skýrar og eitthvað sem allir þekkja og fara eftir. 8. Vankunnátta stjórnenda í breytingastjórnun Breytingar eru órjúfanlegur hluti af vinnustöðum og þróun þeirra. En of algengt er að kunnáttan til að fylgja breytingum eftir vel sé ábótavant og ekki í samræmi við þarfir starfsfólks. Stjórnendum er bent á að gefa sér tíma í breytingar og/eða undirbúning þeirra. Og hér er minnt á að því upplýstara sem starfsfólk telur sig vera, því ánægðari er fólk í vinnu. 9. Lausnir á erfiðum málum með viðskiptavinum Vinnustaðir þurfa að gera ráð fyrir að vandamál kunni að koma upp tengt viðskiptavinum. Sem stundum er erfitt að leysa úr en þar skiptir góð samskiptahæfni máli en einnig þjálfun. Stjórnendur geta ekki ætlast til þess að starfsmenn þeirra verði meistarar í að ráða úr vandamálum með viðskiptavinum, nema þeir fái til þess þjálfun og leiðbeiningar. 10. Lítt sýnileg tækifæri til starfsþróunar Okkur finnst það flestum spennandi tilhugsun að sjá fyrir okkur tækifæri til að vaxa í starfi. Þetta þarf ekkert endilega að þýða breyting á starfi eða stöðuheiti, heldur einnig tækifæri til að takast á við nýjar áskoranir í núverandi starfi. Þá eykur það á starfsánægju fólks ef það hefur svigrúm til sköpunar og sjálfstæðis. Eitt lykilhlutverk stjórnenda er að skapa þær aðstæður hjá starfsfólki að það sjái alltaf tækifæri til þess að þróa sig áfram eða vera hluti af því að skapa eitthvað nýtt, breyta eða betrumbæta.
Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00 Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. 7. janúar 2022 07:00 „Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“ Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunar- og stjórnendaráðgjafi, segir strauma og stefnur í mannauðsmálum 2022 samanstanda af kunnuglegum atriðum, áherslum tengdum heimsfaraldri en líka ýmsu nýju. 14. janúar 2022 07:01 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Svona er verið að útskrifa framtíðar kynslóð stjórnenda Hulda Bjarnadóttir, Global Engagement & Culture Manager hjá Marel og forseti Golfsambands Íslands, er ein þeirra sem hefur sótt sjálfbærni nám í Harvard sem boðar nýjar og breyttar áherslur í stjórnun vinnustaða. 10. mars 2022 07:00
Þekkingastjórnun mikilvæg (sem gleymdist eftir hrun) Spennandi hagræðingavalkostir eru framundan hjá fyrirtækjum en einnig fjölbreyttar nýjar áskoranir fyrir stjórnendur. 7. janúar 2022 07:00
„Einstaklingar gera orðið meiri kröfur til vinnustaða og stjórnenda“ Herdís Pála Pálsdóttir, stjórnunar- og stjórnendaráðgjafi, segir strauma og stefnur í mannauðsmálum 2022 samanstanda af kunnuglegum atriðum, áherslum tengdum heimsfaraldri en líka ýmsu nýju. 14. janúar 2022 07:01
Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01