Innlent

Mót­mæla banka­sölunni á Austur­velli

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjöldi fólks mætti með skilti með ýmiskonar skilaboð með sér.
Fjöldi fólks mætti með skilti með ýmiskonar skilaboð með sér. Vísir

Mótmæli vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta standa nú yfir á Austurvelli. Aðstandendur viðburðarins vilja mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“

Fréttastofa er á vettvangi og nokkuð margt er um manninn á Austurvelli og er lögregla með viðbúnað á vettvangi.

Ræður hafa verið fluttar á viðburðinum en framsögumenn eru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR,  Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands.

Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Gunnar Smári Egilsson var á meðal ræðumanna.Vísir
Nokkur fjöldi var saman kominn.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×