Kunningi hafi selt bréf klukkustundum eftir útboð og grætt milljónir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 18:32 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ómyrkur í máli. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir kunningja sinn hafa grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta. Páll birti „Sögu af bankasölu“ á Facebook síðu sinni fyrr í dag þar sem hann segir vel stæðan kunningja sinn hafa fengið símtal. Hann hafi verið spurður hvort hann vildi ekki taka „snöggan snúning á Íslandsbanka,“ enda gæti hann líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. „Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122,“ segir Páll í færslunni. Hann bætir við að kunninginn hafi selt bréfin morguninn eftir kaup - á 127 krónur á hlut. Kunningi hans hafi grætt um tíu milljónir á símtölunum, tæplega eina og hálfa milljón á klukkutíma, á meðan hann svaf. „Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði,“ segir Páll. „Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt,“ heldur hann áfram. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Páll birti „Sögu af bankasölu“ á Facebook síðu sinni fyrr í dag þar sem hann segir vel stæðan kunningja sinn hafa fengið símtal. Hann hafi verið spurður hvort hann vildi ekki taka „snöggan snúning á Íslandsbanka,“ enda gæti hann líklega grætt tíu milljónir á örfáum klukkutímum. „Sá sem hringdi var vinur kunningja míns og starfsmaður hjá einum af söluaðilum bréfanna. Þetta þótti kunningja mínum stórsniðugt og keypti um milljón hluti á 117 krónur - 5 króna afsláttur frá síðasta skráða markaðsgengi sem var 122,“ segir Páll í færslunni. Hann bætir við að kunninginn hafi selt bréfin morguninn eftir kaup - á 127 krónur á hlut. Kunningi hans hafi grætt um tíu milljónir á símtölunum, tæplega eina og hálfa milljón á klukkutíma, á meðan hann svaf. „Um svipað leyti og þessi kunningi minn fékk tilboð um að kaupa á 117 krónur - var hafnað tilboði frá stórum lífeyrissjóði sem vildi kaupa fyrir meira en 10 milljarða króna á genginu 122 krónur. Þurfti sem sagt engan afslátt - hefði keypt þótt hann væri ekki í boði,“ segir Páll. „Svo komu menn hver um annan þveran; fjármálaráðherrann, Bankasýsluforingjarnir og jafnvel nokkrir þingmenn og útskýrðu fyrir okkur einfeldningunum hvað þetta hefði verið gríðarlega vel heppnað útboð. Einmitt,“ heldur hann áfram.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03