Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 86-85 Þór Þorlákshöfn | Háspenna í Grindavík Siggeir Ævarsson skrifar 9. apríl 2022 22:49 Grindvíkingar jöfnuðu einvígið með sigrinum í kvöld. Hulda Margrét Grindavík tók á móti Þórsurum í leik tvö í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway deildarinnar í kvöld. Fyrri leikur liðanna var jafn og spennandi allan tímann þar sem Þórsarar sigldu fram úr á lokasprettinum. Það var svipað uppá teningnum í kvöld nema nú tókst heimamönnum að snúa lukkunni sér í hag og kláruðu leikinn með ótrúlegri sigurkörfu frá EC Matthews, lokatölur í Grindavík 86-85. Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks í kvöld, sennilega staðráðnir í að láta þennan leik ekki þróast eins og þann síðasta. EC Matthews var sjóðandi heitur allan leikinn og augljóslega ákveðinn í að bæta fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik. Heimamenn náðu 11 stiga forystu um miðjan 2. leikhluta en Þórsarar voru að hitta vel og náðu stundum að opna vörn Grindavíkur upp á gátt, en Grindvíkingar hafa verið að skipta á svo til öllum hindrunum í þessu einvígi sem skapar stundum skrítin einvígi einn á einn. Það var þó einn maður sem fékk sjaldan skipti á hindrunum, en það var Glynn Watson. Kristófer Breki fékk það hlutverk í upphafi leiks að líma sig á hann eins og skugginn og gerði vel í að halda aftur að honum. Björgvin Hafþór Ríkharðsson fékk sama hlutverk þegar hann kom inn af bekknum og skilaði skínandi framlagi í kvöld, 8 stig á 10 mínútum, 4/4 í skotum. Þórsarar fengu líka drjúgt framlag af bekknum en Kyle Johnson átti sennilega einn sinn allra besta leik í vetur og endaði stigahæstur gestanna með 25 stig. Eftir þessa góðu byrjun hjá Grindvíkingum þá komust Þórsarar hægt og bítandi betur inn í leikinn og unnu þriðja leikhlutann með 9 stigum. Fjórði leikhlutinn var á köflum óbærilega spennandi, HS-orku höllin troðfull og mikill hiti, bæði í húsinu sjálfu og inni á vellinum. Ivan Aurrecoechea og Ronaldas Rutkauskas fóru báðir út af með 5 villur áður en leikurinn var á enda, en Rutkauskas þurfti að vinna rækilega fyrir kaupinu sínu í kvöld í glímunni við Ivan varnarmegin. Þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum leiddu heimamenn með 1 stigi og Watson komst á vítalínuna. Ivan braut á honum og var sem endranær afar hissa á dómnum. Watson sökkti báðum vítunum af öryggi og kom Þórsurum 1 stigi yfir. Sverrir tók leikhlé og EC stillti upp í sókn, fær þrjá varnarmenn á sig en fótur dæmdur réttilega á Þórsara, tæpar 10 sekúndur eftir á klukkunni. Aftur tók Sverrir leikhlé og aftur fékk EC boltann, nú fékk hann að keyra einn á einn, brunaði undir körfuna, Mortensen hoppar á hann, ekkert dæmt, EC flýgur út af og boltinn ofan í. Á þessum tímapunkti ætlaði allt um koll að keyra í HS-orku höllinni, en Þórsarar fengu einn lokaséns, ennþá tæpar fjórar sekúndur á klukkunni. Massarelli, sem hafði verið þokkalega heitur í leiknum og var kominn með 22 stig, fær galopið opið skot úr horninu, en sem betur fer fyrir heimamenn skoppaði hann af hringnum og flautan gall. Eins stigs sigur Grindvíkinga staðreynd og einvígið aftur komið á upphafsreit, allt jafnt, 1-1! Af hverju vann Grindavík? Þessi leikur hefði í raun getað dottið hvoru megin sem var. Í lokin höfðu Grindvíkingar þó EC nokkurn Matthews í sínu liði sem tók leikinn yfir undir lokin og héldu honum engin bönd. Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að hemja áðurnefndan EC Matthews, og raunar Ivan Aurrecoechea líka. Grindvíkingum gekk líka ekki nógu vel að stíga út, en Þórsarar tóku 18 sóknarfráköst í þessum leik og uppskáru margar aukasóknir útá það. Hverjir stóðu uppúr? EC Matthews fór á kostum í kvöld, skoraði 36 stig, þarf af 16 í 4. leikhluta og átti sigurkörfuna. Hann bætti við 10 fráköstum og 5 stoðsendingum og tapaði ekki einum einasta bolta. 44 framlagsstig frá honum í kvöld. Hjá Þórsurum átti Kyle Johnson virkilega góða innkomu af bekknum og skilaði 25 stigum, en restin af tölfræðilínunni hans er þó frekar tómleg. Hvað gerist næst? Nú er allt bara galopið í þessu einvígi, bæði lið búin að verja sinn heimavöll, og næsti leikur er í Þorlákshöfn þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:15 „EC setti bara upp „show“ og vann leikinn fyrir þá“ Lárus Jónsson er Íslandsmeistaraþjálfari.vísir/hulda margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var ekkert sérlega svekktur þrátt fyrir að hafa tapað í Grindavík í kvöld með minnsta mögulega mun, og sagði að hans menn hefðu í raun jafnvel spilað betur en í síðasta leik þar sem þeir fóru með sigur af hólmi. „Ekkert svakalega svekktur, við áttum síðasta skotið og gátum unnið leikinn. Mér fannst við spila bara nokkuð vel í þessum leik og jafnvel betur en í fyrsta leiknum. EC setti bara upp „show“ og vann leikinn fyrir þá. Við vorum kannski að flýta okkur aðeins of mikið í sókninni, það er svona það eina sem ég get sett útá í dag. En bara flottur sigur hjá Grindavík“ Ronaldas Rutkauskas er með alvöru verkefni í þessari seríu að reyna að hemja Ivan Aurrecoechea, og virkaði á köflum úr öllum takti sóknarlega. Lárus var þó bara sáttur með sinn mann og hans frammistöðu í kvöld. „Þetta eru bara tvö tröll að eigast við undir körfunni og villuðu náttúrulega báðir út. Ivan er kannski að dekka öðruvísi en hann er vanur, mikið að dekka bakverðina núna þar sem hann er að skipta á skrínum.“ Voru þessi tíðu skipti á hindrunum eitthvað sem Lárus var búinn að gera ráð fyrir í leikplani sínu? „Já þeir gerðu það í fyrsta leiknum svo að við héldum bara að þeir myndu gera það aftur.“ Kyle Johnson átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld. Það hlýtur að vera drjúgt að eiga svona mann á bekknum? „Hann átti frábæran leik, kom með mjög góða innkomu í fyrra hálfleik og mér fannst við spila töluvert betur með hann inná vellinum, og svo hélt hann því bara áfram hér í seinni.“ Nú er einvígið orðið jafn og báðir leikirnir verið mjög jafnir. Er einhver leið að spá um framhaldið? „Við bara förum heim og reynum að vinna Grindavík þar.“ Ekki spámannlegt svar það frá Lárusi en ef þetta einvígi heldur svona áfram þurfa stuðningsmenn þeirra mögulega að fjárfesta duglega í blóðþrýstingslyfjum. Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Grindvíkingar mættu mjög ákveðnir til leiks í kvöld, sennilega staðráðnir í að láta þennan leik ekki þróast eins og þann síðasta. EC Matthews var sjóðandi heitur allan leikinn og augljóslega ákveðinn í að bæta fyrir slaka frammistöðu sína í síðasta leik. Heimamenn náðu 11 stiga forystu um miðjan 2. leikhluta en Þórsarar voru að hitta vel og náðu stundum að opna vörn Grindavíkur upp á gátt, en Grindvíkingar hafa verið að skipta á svo til öllum hindrunum í þessu einvígi sem skapar stundum skrítin einvígi einn á einn. Það var þó einn maður sem fékk sjaldan skipti á hindrunum, en það var Glynn Watson. Kristófer Breki fékk það hlutverk í upphafi leiks að líma sig á hann eins og skugginn og gerði vel í að halda aftur að honum. Björgvin Hafþór Ríkharðsson fékk sama hlutverk þegar hann kom inn af bekknum og skilaði skínandi framlagi í kvöld, 8 stig á 10 mínútum, 4/4 í skotum. Þórsarar fengu líka drjúgt framlag af bekknum en Kyle Johnson átti sennilega einn sinn allra besta leik í vetur og endaði stigahæstur gestanna með 25 stig. Eftir þessa góðu byrjun hjá Grindvíkingum þá komust Þórsarar hægt og bítandi betur inn í leikinn og unnu þriðja leikhlutann með 9 stigum. Fjórði leikhlutinn var á köflum óbærilega spennandi, HS-orku höllin troðfull og mikill hiti, bæði í húsinu sjálfu og inni á vellinum. Ivan Aurrecoechea og Ronaldas Rutkauskas fóru báðir út af með 5 villur áður en leikurinn var á enda, en Rutkauskas þurfti að vinna rækilega fyrir kaupinu sínu í kvöld í glímunni við Ivan varnarmegin. Þegar 24 sekúndur voru eftir af leiknum leiddu heimamenn með 1 stigi og Watson komst á vítalínuna. Ivan braut á honum og var sem endranær afar hissa á dómnum. Watson sökkti báðum vítunum af öryggi og kom Þórsurum 1 stigi yfir. Sverrir tók leikhlé og EC stillti upp í sókn, fær þrjá varnarmenn á sig en fótur dæmdur réttilega á Þórsara, tæpar 10 sekúndur eftir á klukkunni. Aftur tók Sverrir leikhlé og aftur fékk EC boltann, nú fékk hann að keyra einn á einn, brunaði undir körfuna, Mortensen hoppar á hann, ekkert dæmt, EC flýgur út af og boltinn ofan í. Á þessum tímapunkti ætlaði allt um koll að keyra í HS-orku höllinni, en Þórsarar fengu einn lokaséns, ennþá tæpar fjórar sekúndur á klukkunni. Massarelli, sem hafði verið þokkalega heitur í leiknum og var kominn með 22 stig, fær galopið opið skot úr horninu, en sem betur fer fyrir heimamenn skoppaði hann af hringnum og flautan gall. Eins stigs sigur Grindvíkinga staðreynd og einvígið aftur komið á upphafsreit, allt jafnt, 1-1! Af hverju vann Grindavík? Þessi leikur hefði í raun getað dottið hvoru megin sem var. Í lokin höfðu Grindvíkingar þó EC nokkurn Matthews í sínu liði sem tók leikinn yfir undir lokin og héldu honum engin bönd. Hvað gekk illa? Þórsurum gekk illa að hemja áðurnefndan EC Matthews, og raunar Ivan Aurrecoechea líka. Grindvíkingum gekk líka ekki nógu vel að stíga út, en Þórsarar tóku 18 sóknarfráköst í þessum leik og uppskáru margar aukasóknir útá það. Hverjir stóðu uppúr? EC Matthews fór á kostum í kvöld, skoraði 36 stig, þarf af 16 í 4. leikhluta og átti sigurkörfuna. Hann bætti við 10 fráköstum og 5 stoðsendingum og tapaði ekki einum einasta bolta. 44 framlagsstig frá honum í kvöld. Hjá Þórsurum átti Kyle Johnson virkilega góða innkomu af bekknum og skilaði 25 stigum, en restin af tölfræðilínunni hans er þó frekar tómleg. Hvað gerist næst? Nú er allt bara galopið í þessu einvígi, bæði lið búin að verja sinn heimavöll, og næsti leikur er í Þorlákshöfn þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:15 „EC setti bara upp „show“ og vann leikinn fyrir þá“ Lárus Jónsson er Íslandsmeistaraþjálfari.vísir/hulda margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórsara var ekkert sérlega svekktur þrátt fyrir að hafa tapað í Grindavík í kvöld með minnsta mögulega mun, og sagði að hans menn hefðu í raun jafnvel spilað betur en í síðasta leik þar sem þeir fóru með sigur af hólmi. „Ekkert svakalega svekktur, við áttum síðasta skotið og gátum unnið leikinn. Mér fannst við spila bara nokkuð vel í þessum leik og jafnvel betur en í fyrsta leiknum. EC setti bara upp „show“ og vann leikinn fyrir þá. Við vorum kannski að flýta okkur aðeins of mikið í sókninni, það er svona það eina sem ég get sett útá í dag. En bara flottur sigur hjá Grindavík“ Ronaldas Rutkauskas er með alvöru verkefni í þessari seríu að reyna að hemja Ivan Aurrecoechea, og virkaði á köflum úr öllum takti sóknarlega. Lárus var þó bara sáttur með sinn mann og hans frammistöðu í kvöld. „Þetta eru bara tvö tröll að eigast við undir körfunni og villuðu náttúrulega báðir út. Ivan er kannski að dekka öðruvísi en hann er vanur, mikið að dekka bakverðina núna þar sem hann er að skipta á skrínum.“ Voru þessi tíðu skipti á hindrunum eitthvað sem Lárus var búinn að gera ráð fyrir í leikplani sínu? „Já þeir gerðu það í fyrsta leiknum svo að við héldum bara að þeir myndu gera það aftur.“ Kyle Johnson átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld. Það hlýtur að vera drjúgt að eiga svona mann á bekknum? „Hann átti frábæran leik, kom með mjög góða innkomu í fyrra hálfleik og mér fannst við spila töluvert betur með hann inná vellinum, og svo hélt hann því bara áfram hér í seinni.“ Nú er einvígið orðið jafn og báðir leikirnir verið mjög jafnir. Er einhver leið að spá um framhaldið? „Við bara förum heim og reynum að vinna Grindavík þar.“ Ekki spámannlegt svar það frá Lárusi en ef þetta einvígi heldur svona áfram þurfa stuðningsmenn þeirra mögulega að fjárfesta duglega í blóðþrýstingslyfjum.
Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira