Skíðlogar enn í flokkunarstöðinni: „Það er hellings eldur enn þá í þessu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 23:12 Það skíðlogar enn í hreinsistöðinni. Aðsend Mikill eldur logar enn í flokkunarstöð í Reykjanesbæ en eldurinn kviknaði skömmu fyrir hádegi í dag. Varðstjóri gerir ráð fyrir því að slökkvistarf geti staðið fram til morguns. Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bruninn varð í flokkunarstöð Íslenska Gámafélagsins við Helguvík. Mikinn reyk lagði yfir svæðið og lögregla varaði við því að reykurinn væri afar eitraður. Íbúar í Garði voru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Víkurfréttir birtu myndband af eldsvoðanum á Facebook síðu sinni þar sem eldhafið í kvöld sést greinilega. Slökkviliðið viðraði áhyggjur af því að eldurinn kæmist í stóran timburhaug sem stóð við húsið og það virðist einmitt hafa gerst, sem torveldar slökkvistarf töluvert. „Það er spýtnahrúga, sem þeir eru eitthvað að endurnýta, og þetta er bara risafjall af spýtum sem logar í og eldurinn fór í í dag. Það er bara verið að krabba og bleyta og bleyta og bleyta. Þannig að við erum alveg með töluverðan mannskap og tankbíl líka frá Grindavík,“ segir Herbert Eyjólfsson varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Hann segir að húsið sé löngu orðið handónýtt og nú snúist slökkvistarfið að því að slökkva í timburhaugnum. Til þess noti slökkviliðið vinnuvélar, losa viðinn og brakið í sundur til að hægt sé að koma vatni að. „Það logar alveg rosalega í þessu. Þannig að það er bara hellings eldur enn þá í þessu. Við verðum örugglega alveg til morguns og inn í daginn líka,“ segir Herbert. Aðspurður hefur hann ekki áhyggjur af því að eldur fari yfir í nærliggjandi hús en eldur hefur eitthvað borist í gróður við flokkunarstöðina. Það hafi þó verið slökkt jafnóðum. Mikinn reyk lagði yfir svæðið í dag og í kvöld.Lögreglan á Suðurnesjum
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28