Þetta er ríkisstjórn þjófa Gunnar Smári Egilsson skrifar 10. apríl 2022 09:30 Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Manns sem hefur sölsað undir sig kvóta í sjávarbyggðum um allt land og skilið fólk eftir atvinnu- og eignalaust. Manns sem var formaður bankaráðs Glitnis þegar sá banki hrundi eftir að hluthafar höfðu skælt hann að innan. Manns sem hefur logið og svikið fólk, svikið undan skatti, hlunnfarið sjómenn með því að kaupa aflann af sjálfum sér á undirverði, falið hagnaðinn af auðlind almennings í útlöndum, mútað og arðrænt fólk víða um lönd. Manns sem sigaði skæruliðadeild sinni á blaðamenn til að fæla þá frá því að afhjúpa svikin, lygina og þjófnaðinn. Þegar Kveikur fjallaði um aðfarir Samherja í Namibíu hringdi sjávarútvegsráðherra í Þorstein Má og spurði hvernig honum liði, vorkenndi honum þegar það varð opinbert hvernig hann hafði hegðað sér. Þegar Þorsteinn Már vildi stefna starfsfólki Seðlabankans þá skaffaði forsætisráðherra honum upplýsingar. Þegar almenningur brást hart við þegar lögreglustjóri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hóf rannsókn á blaðamönnum fyrir að hafa fjallað um Samherja þá fór forsætisráðherra í opinbera heimsókn til lögreglustjórans til lýsa yfir stuðningi sínum við aðfarirnar. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Þorstein Má og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más í Samherja Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn þjófa - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Bakkavarabræðra Ríkisstjórn stærstu hluthafanna í Kaupþing, banka sem varð stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar og með stærri gjaldþrotum heimssögunnar. Manna sem voru ekki bara stærstu hluthafar í bankanum heldur stærstu lántakendurnir, manna sem notuðu bankann eins og eigin seðlaprentvél. Manna sem urðu þess valdandi að lífeyrissjóðirnir ykkar töpuðu 230 milljörðum króna á núvirði. Þeir tveir menn sem persónulega hafa lækkað mest allra lífeyri landsmanna. Um 115 milljarða hvor. Ríkisstjórn manna sem földu svo mikið fé í aflöndum að þeir gátu keypti Bakkavör aftur af þrotabúi Kaupþings og lífeyrissjóðum og lifa því nú sældarlífi á sama tíma og fjöldi fjölskyldna glímir enn við afleiðingar Hrunsins. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Bakkavarabræður og þeim boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Bakkavarabræðra Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn þjófa - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Ríkisstjórn stærsta hluthafa Glitnis sem hrundi fyrstur íslensku bankanna vegna misnotkunar eigendanna. Manns sem var stærsti hluthafi FL-Group sem varð eitt allra stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Ríkisstjórn forstjóra Baugs sem var enn eitt af allra stærstu gjaldþrotum Íslandssögunnar. Ríkisstjórn manns sem sagt er að hafi náð 1000 milljörðum út úr bankakerfinu áður en það hrundi, líklega sá maður sem gekk lengst í misnotkun á gerspilltu bankakerfi fyrir Hrun. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Jón Ásgeur og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn þjófa og ræningja - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Benedikts Sveinssonar og Engeyinga. Manns sem skrifaði undir mannkostalýsingar á barnaníðingum, sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að fela fyrir fáeinum árum. Þá voru hagsmunir pabba Bjarna Benediktssonar teknir fram yfir rétt almennings á að vita hvernig samfélaginu er stjórnað. Ríkisstjórn Engeyjarættarinnar sem hefur auðgast af pólitískum völdum sínum í meira en hundrað ár, meðal upphaflegra óligarkar Íslands sem hafa notað pólitísk áhrif til auðgast á kostnað á almennings. Ættar sem hefur átt formann Sjálfstæðisflokksins til skiptist við Thorsara og H. Ben-ættina. Ætt sem er í dag ríkasti hluti Kolkrabbans sem drottnað yfir Íslandi í bráðum hundrað ár með vanhelgum spillingartengslum viðskipta og stjórnmála. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Benedikt Sveinsson, ríkasta Engeyinginn og pabba fjármálaráðherrans sem gætir hagsmuna ættarinnar, og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Benedikts Sveinssonar og Engeyinganna. Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn gerspilltrar yfirstéttar sem hefur rænt þjóðina linnulaust árum og áratugum saman. - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Þórðar Más Jóhannessonar sem braut gegn Vitalíu Lazarevu í heita pottinum. Þetta er semsagt ríkisstjórn Jakob Valgeirs Flosasonar sem fékk tugi milljarða afskrifaða svo hann gæti haldið áfram að auðgast af auðlind þjóðarinnar. Þetta er semsagt ríkisstjórn Karl Wernerssonar sem færði eignir sínar yfir á kornungan son sinn til að forða þeim frá uppgjöri við lánardrottna. Þetta er semsagt ríkisstjórn Guðbjargar Matthíasdóttur í Eyjum sem heldur Davíð Oddssyni uppi svo hann geti mært Trump og ráðist að öllu fólki sem berst fyrir hagsmuni almennings. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í þetta fólk og því boðið að kaupa hlut með miklum afslætti svo það gæti orðið enn ríkara. Svo almenningur yrði enn fátækari. Ef þetta er ríkisstjórn þessa fólks þá getur þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings, ekki ríkisstjórn þjóðarinnar. Þetta er ríkisstjórn óligarka og arðræningja, Þetta er ríkisstjórn þjófa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Þetta er ræða flutt á mótmælafundi á Austurvelli 9. apríl 2022 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Gunnar Smári Egilsson Íslenskir bankar Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más Baldvinssonar. Manns sem hefur sölsað undir sig kvóta í sjávarbyggðum um allt land og skilið fólk eftir atvinnu- og eignalaust. Manns sem var formaður bankaráðs Glitnis þegar sá banki hrundi eftir að hluthafar höfðu skælt hann að innan. Manns sem hefur logið og svikið fólk, svikið undan skatti, hlunnfarið sjómenn með því að kaupa aflann af sjálfum sér á undirverði, falið hagnaðinn af auðlind almennings í útlöndum, mútað og arðrænt fólk víða um lönd. Manns sem sigaði skæruliðadeild sinni á blaðamenn til að fæla þá frá því að afhjúpa svikin, lygina og þjófnaðinn. Þegar Kveikur fjallaði um aðfarir Samherja í Namibíu hringdi sjávarútvegsráðherra í Þorstein Má og spurði hvernig honum liði, vorkenndi honum þegar það varð opinbert hvernig hann hafði hegðað sér. Þegar Þorsteinn Már vildi stefna starfsfólki Seðlabankans þá skaffaði forsætisráðherra honum upplýsingar. Þegar almenningur brást hart við þegar lögreglustjóri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri hóf rannsókn á blaðamönnum fyrir að hafa fjallað um Samherja þá fór forsætisráðherra í opinbera heimsókn til lögreglustjórans til lýsa yfir stuðningi sínum við aðfarirnar. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Þorstein Má og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Þorsteins Más í Samherja Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn þjófa - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Bakkavarabræðra Ríkisstjórn stærstu hluthafanna í Kaupþing, banka sem varð stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar og með stærri gjaldþrotum heimssögunnar. Manna sem voru ekki bara stærstu hluthafar í bankanum heldur stærstu lántakendurnir, manna sem notuðu bankann eins og eigin seðlaprentvél. Manna sem urðu þess valdandi að lífeyrissjóðirnir ykkar töpuðu 230 milljörðum króna á núvirði. Þeir tveir menn sem persónulega hafa lækkað mest allra lífeyri landsmanna. Um 115 milljarða hvor. Ríkisstjórn manna sem földu svo mikið fé í aflöndum að þeir gátu keypti Bakkavör aftur af þrotabúi Kaupþings og lífeyrissjóðum og lifa því nú sældarlífi á sama tíma og fjöldi fjölskyldna glímir enn við afleiðingar Hrunsins. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Bakkavarabræður og þeim boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Bakkavarabræðra Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn þjófa - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Ríkisstjórn stærsta hluthafa Glitnis sem hrundi fyrstur íslensku bankanna vegna misnotkunar eigendanna. Manns sem var stærsti hluthafi FL-Group sem varð eitt allra stærsta gjaldþrot Íslandssögunnar. Ríkisstjórn forstjóra Baugs sem var enn eitt af allra stærstu gjaldþrotum Íslandssögunnar. Ríkisstjórn manns sem sagt er að hafi náð 1000 milljörðum út úr bankakerfinu áður en það hrundi, líklega sá maður sem gekk lengst í misnotkun á gerspilltu bankakerfi fyrir Hrun. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Jón Ásgeur og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn þjófa og ræningja - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Benedikts Sveinssonar og Engeyinga. Manns sem skrifaði undir mannkostalýsingar á barnaníðingum, sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að fela fyrir fáeinum árum. Þá voru hagsmunir pabba Bjarna Benediktssonar teknir fram yfir rétt almennings á að vita hvernig samfélaginu er stjórnað. Ríkisstjórn Engeyjarættarinnar sem hefur auðgast af pólitískum völdum sínum í meira en hundrað ár, meðal upphaflegra óligarkar Íslands sem hafa notað pólitísk áhrif til auðgast á kostnað á almennings. Ættar sem hefur átt formann Sjálfstæðisflokksins til skiptist við Thorsara og H. Ben-ættina. Ætt sem er í dag ríkasti hluti Kolkrabbans sem drottnað yfir Íslandi í bráðum hundrað ár með vanhelgum spillingartengslum viðskipta og stjórnmála. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í Benedikt Sveinsson, ríkasta Engeyinginn og pabba fjármálaráðherrans sem gætir hagsmuna ættarinnar, og honum boðið að kaupa hlut með miklum afslætti. Þetta er semsagt ríkisstjórn Benedikts Sveinssonar og Engeyinganna. Og þá er þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings. Þetta er ríkisstjórn gerspilltrar yfirstéttar sem hefur rænt þjóðina linnulaust árum og áratugum saman. - - - - - - Þetta er semsagt ríkisstjórn Þórðar Más Jóhannessonar sem braut gegn Vitalíu Lazarevu í heita pottinum. Þetta er semsagt ríkisstjórn Jakob Valgeirs Flosasonar sem fékk tugi milljarða afskrifaða svo hann gæti haldið áfram að auðgast af auðlind þjóðarinnar. Þetta er semsagt ríkisstjórn Karl Wernerssonar sem færði eignir sínar yfir á kornungan son sinn til að forða þeim frá uppgjöri við lánardrottna. Þetta er semsagt ríkisstjórn Guðbjargar Matthíasdóttur í Eyjum sem heldur Davíð Oddssyni uppi svo hann geti mært Trump og ráðist að öllu fólki sem berst fyrir hagsmuni almennings. Þegar hlutur almennings í Íslandsbanka var seldur gegn vilja meirihluta þjóðarinnar var hringt í þetta fólk og því boðið að kaupa hlut með miklum afslætti svo það gæti orðið enn ríkara. Svo almenningur yrði enn fátækari. Ef þetta er ríkisstjórn þessa fólks þá getur þetta ekki ríkisstjórnin þín. Þetta er ekki ríkisstjórn almennings, ekki ríkisstjórn þjóðarinnar. Þetta er ríkisstjórn óligarka og arðræningja, Þetta er ríkisstjórn þjófa. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Þetta er ræða flutt á mótmælafundi á Austurvelli 9. apríl 2022
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun