Frakkar færast nær því að velja sér forseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 11:43 Hér má sjá kosningaáróður fyrir Le Pen og Macron, en talið er næsta öruggt að þau muni berjast um forsetastólinn í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur. Chesnot/Getty Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent