Óæskilegt ef minni fjárfestar seldu beint eftir útboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2022 12:15 Páll Magnússon sagði í gær frá því að kunningi hans hefði grætt milljónir á útboðinu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, á nokkrum klukkustundum. Gerður segir það ekki gott ef menn misnota útboð á ríkiseignum. Samsett Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði á hlut ríkisins. Framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs segist hafa viljað fá stærri úthlutun, fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð. Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður. Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Fjármálaráðherra ákvað að fara að tillögu Bankasýslu ríkisins um svokallað tilboðsfyrirkomulag við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta útboði. Í kynningu Bankasýslunnar til ráðherrans kemur fram að helstu kostir sölu með tilboðsfyrirkomulagi séu þeir að það fyrirkomulag eigi að tryggja hæsta verð. Helstu gallar séu þeir að ekki er gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta í slíkum útboðum. Þátttaka lífeyrissjóða og verðbréfasjóða í slíku útboði muni þó alltaf tryggja aðkomu almennings með óbeinum hætti. Buðu fyrir sjö milljarða en fengu minna Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðunum fengu þeir hins vegar aðeins að kaupa fyrir um 40 prósent af því sem þeir voru tilbúnir að fjárfesta í. Gerður Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri Brúar lífeyrissjóðs. „Við buðum sex milljarða fyrir Brú lífeyrissjóð og einn milljarð fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar,“ segir Gerður. Þau fengu svo að kaupa 40 prósent af því sem þau buðu segir Gerður. Miðað við þær upplýsingar sem nú eru komnar fram, eruð þið sátt við þessar úthlutanir? „Við buðum sjö milljarða þannig að auðvitað vildum við fá fyrir hærri fjárhæð en við fengum Hvernig lítið þið á þessa fjárfestingu, er þetta til langs eða skamms tíma? „Við erum náttúrulega lífeyrissjóður þannig að við erum alltaf að fjárfesta til langs tíma,“ segir Gerður. Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsir því í pistli á Facebook að kunningi sinn hafi fengið símtal þar sem honum bauðst að kaupa í útboðinu á Íslandsbanka með afslætti. Hann gæti grætt milljónir á kaupunum. Kunningi hans hafi svo selt daginn eftir útboðið. Gerður gagnrýnir að þetta skuli mögulega hafa verið gert eftir síðasta útboð. „Þetta er náttúrulega mjög óæskilegt, þegar verið er að selja eigur ríkisins, að þar sé hugsanlega einhvern misnotkun og verið að gera það fyrir gróða,“ segir Gerður.
Salan á Íslandsbanka Lífeyrissjóðir Íslenskir bankar Tengdar fréttir Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03 Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. 9. apríl 2022 17:03
Stjórnarþingmaður vill stjórn og forstjóra Bankasýslunnar frá Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, telur að Bankasýsla ríkisins myndi eiga auðveldara með að endurheimta traust almennings eftir nýafstaðið söluferli á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef stjórn hennar og forstjóri myndu víkja. Hann telur að ekki ætti að ráðast í frekari sölu á hlut ríkisins að svo stöddu. 9. apríl 2022 10:37
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00