Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Eiður Þór Árnason skrifar 11. apríl 2022 21:36 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppsagnirnar eru hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Stendur því til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir skipulagsbreytingum eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Ólga ríkir áfram innan Eflingar Tillagan var harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórn Eflingar. Hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu með endurnýjað formannsumboð og um leið á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi stéttarfélagsins síðasta föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mætti Sólveig Anna þó ekki til vinnu á sínum fyrsta starfsdegi og lét nægja að sitja fund stjórnar. Mikil ólga hefur ríkt innan Eflingar frá því að Sólveig Anna tók fyrst við sem formaður árið 2018. Náðu átökin hámarki þegar hún tilkynnti stjórn Eflingar um afsögn sína í október 2021 og vísaði til vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar hafði gefið út skömmu áður. Sólveig Anna bauð sig í kjölfarið aftur fram til formanns og hafði betur í stjórnarkjöri sem lauk í febrúar. Sólveig Anna Jónsdóttir gaf ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppsagnirnar eru hluti af breytingartillögu til stjórnar um umfangsmiklar skipulags- og rekstrarbreytingar á skrifstofu Eflingar og felur tillagan í sér breytingar á ráðningarkjörum allra starfsmanna. Stendur því til að segja öllum starfsmönnum Eflingar upp störfum og eiga uppsagnirnar að taka gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt tillögunni verða öll störf auglýst og gerð er krafa um að starfsmenn vinni uppsagnarfrestinn. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir skipulagsbreytingum eru meðal annars jafnlaunavottun félagsins, nýjar starfslýsingar, hæfniviðmið og breytingar á launakerfi. Ólga ríkir áfram innan Eflingar Tillagan var harðlega gagnrýnd af fulltrúum minnihlutans í stjórn Eflingar. Hún var lögð fram á fyrsta starfsdegi Sólveigar Önnu með endurnýjað formannsumboð og um leið á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar sem tók við á aðalfundi stéttarfélagsins síðasta föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mætti Sólveig Anna þó ekki til vinnu á sínum fyrsta starfsdegi og lét nægja að sitja fund stjórnar. Mikil ólga hefur ríkt innan Eflingar frá því að Sólveig Anna tók fyrst við sem formaður árið 2018. Náðu átökin hámarki þegar hún tilkynnti stjórn Eflingar um afsögn sína í október 2021 og vísaði til vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar hafði gefið út skömmu áður. Sólveig Anna bauð sig í kjölfarið aftur fram til formanns og hafði betur í stjórnarkjöri sem lauk í febrúar. Sólveig Anna Jónsdóttir gaf ekki kost á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Sjá meira