„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 10:50 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Aleksander Dvornikov, sem gjarnan er kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Þessi mynd var tekin árið 2020. EPA/ALEXEI DRUZHININ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent