Blaða- og fréttamenn ræða sameiningu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 15:16 Sigríður Dögg Auðunsdóttur formaður Blaðamannafélags Íslands og Sigríður Hagalín Björnsdóttir formaður Félags fréttamanna. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eiga í óformlegum viðræðum um mögulega sameiningu. Stjórn BÍ segir að sameining muni efna samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins. Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma. Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í yfirlýsingu frá BÍ er vitnað í bréf sem Félag fréttamanna sendi stjórn Blaðamannafélagsins. Í því bréfi segir að hart hafi verið sótt að blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Sú aðför hafi beinst að grunnstoðum blaðamennsku, tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna. „Ljóst er að sameinað félag allra blaða- og fréttamanna yrði öflugri málsvari blaðamennskunnar en félögin hvort í sínu lagi, í baráttunni fyrir vernd þessara grunngilda. Einnig má telja að sameinað félag geti verið sterkari málsvari félagsmanna í baráttu fyrir bættum kjörum og réttindum,“ segir í bréfinu. Þetta tekur stjórn BÍ undir og segir í yfirlýsingunni að vonast sé til að samningar um sameiningu takist. „Félagar í Félagi fréttamanna eru um 60 og eiga allir rétt á að ganga í BÍ líkt og þeir tæplega 30 fréttamenn og tökumenn á RÚV sem þegar eru félagar í BÍ. Þar sem félagar FF eiga óskoraðan rétt á að ganga í BÍ, og stjórnin fagnar hugmyndum um sameinuð félög og fjölgun félagsmanna í BÍ, munu viðræðurnar við FF því fyrst og fremst snúa að því hvernig sameiningu félaganna verður háttað, ef af henni verður.“ Viðræðurnar óformlegu snúa að því hvort FF kjósi að hafa sérstakan samningsrétt, vegna þess að félagið sé þegar með kjarasamning sem sé frábrugðin kjarasamningum BÍ. Þá kemur til greina að FF verði undirdeild í BÍ, eins og Félag blaðaljósmyndara. Sömuleiðis er verið að skoða hvort FF komi með einhverja sjóði inn í sameinað félag og hvenær nýir félagsmenn öðlist full réttindi. Stefnt er að því að viðræðum verði lokið fyrir aðalfund BÍ sem haldinn verður 28. apríl og niðurstöður kynntar fyrir þann tíma.
Fjölmiðlar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira