Bestu íslensku auglýsingar síðasta árs verðlaunaðar Tinni Sveinsson skrifar 15. apríl 2022 07:01 Jörundur Ragnarsson leikari brá sér í hlutverk Mark Zuckerberg í auglýsingu Íslandsstofu um Icelandverse. Íslandsstofa Icelandverse auglýsingin sem náði athygli Mark Zuckerberg, Atlantsolíu söngurinn sem erfitt er að fá ekki á heilann og jólaauglýsingin frá Icelandair um flugmanninn sem mokaði flugvélina út í New York eru meðal þeirra auglýsinga sem voru valdar þær bestu í sínum flokki. Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira