Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust.
Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan.
Stofurnar ánægðar
„Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar.
Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“
Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni.
Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga.
Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim.
Kvikmyndaðar auglýsingar
- Jól - Við komum þér heim
- Auglýsandi: Icelandair
- Auglýsingastofa: Hvíta húsið
Útvarpsauglýsingar
- Óþolandi ódýrt
- Auglýsandi: Atlantsolía
- Auglýsingastofa: Hér & Nú
Bein markaðssetning
- Vörn gegn óþoli
- Auglýsandi: Atlantsolía
- Auglýsingastofa: Hér & Nú
Prentauglýsingar
- Leggjum okkur jólapappír
- Auglýsandi: KFC
- Auglýsingastofa: Pipar\TBWA
Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd
- Icelandverse
- Auglýsandi: Íslandsstofa
- Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa
PR
- Icelandverse
- Auglýsandi: Íslandsstofa
- Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa
Vef- og samfélagsmiðlar – almennt
- Íslenskan er hafsjór
- Auglýsandi: Brim
- Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík
Stafrænar auglýsingar
- Jólakveðja par Excelans
- Auglýsandi: KPMG
- Auglýsingastofa: Cirkus
Umhverfisauglýsingar
- ORA Jólabjór
- Auglýsandi: ÍSAM
- Auglýsingastofa: Pipar\TBWA
Veggspjöld og skilti
- Verbúðin
- Auglýsandi: Vesturport
- Auglýsingastofa: Brandenburg
Viðburðir
- Afmælislag Hörpu
- Auglýsandi: Harpa
- Auglýsingastofa: Hvíta húsið
Mörkun - ásýnd vörumerkis
- Skuggabaldur
- Auglýsandi: Skuggabaldur
- Auglýsingastofa: Brandenburg
Herferð
- Það er kominn matur
- Auglýsandi: Heimkaup
- Auglýsingastofa: Brandenburg
Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar
- Verum til
- Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan
- Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík
Almannaheill – herferðir
- Verum til
- Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan
- Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík
Almannaheill - opinn flokkur
- Þitt nafn bjargar lífi
- Auglýsandi: Amnesty
- Auglýsingastofa: Brandenburg
ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin
- Flokkahappdrætti HHÍ
- Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands
- Auglýsingastofa: Hér & Nú.