Starfsmenn megi fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. apríl 2022 09:55 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samráði við trúnaðarmenn starfsmanna sé lokið og þau komist að samkomulagi um að starfsmenn megi til dæmis fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. Vísir/Vilhelm Meirihluti stjórnar Eflingar, B-listinn, segir að samkomulag hafi náðst við trúnaðarmenn starfsfólks skrifstofu Eflingar um framkvæmd á skipulagsbreytingum á vinnustaðnum. Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá listanum sem barst fjölmiðlum laust fyrir níu. Greint var frá því á mánudagskvöld að meirihluti stjórnar stéttarfélagsins hafi samþykkt á fundi á mánudag að segja upp öllu starfsfólki skrifstofu Eflingar. Ástæðan segja stjórnendur skipulagsbreytingar á vinnustaðnum. Fram kemur í tilkynningunni frá B-listanum að breytingarnar feli í sér uppsögn ráðningarsamninga allra starfsmanna og auglýsingu allra starfa. „Innleidd verða ný ráðningarkjör, með gagnsæi og jafnrétti á leiðarljósi, og starfað verður undir nýju skipulagi með breyttum hæfniskröfum og verkaskiptingu. Breytingar miða að bættri þjónustu við félagsmenn og aukinni skilvirkni í rekstri,“ segir í tilkynningunni. Segir leitt að minnihluti stjórnar hafi lekið upplýsingum til fjölmiðla Þar segir að samráð við trúnaðarmennina hafi hafist að loknum stjórnarfundi á mánudag þar sem tillaga um skipulagsbreytingar hafi verið samþykkt. Í gærkvöldi, þegar samráði við trúnaðarmenn hafi verið fylgt eftir, hafi verið send tilkynning á Vinnumálastofnun og öllum starfsmönnum Eflingar sent uppsagnarbréf. „Samkomulagið við trúnaðarmenn felur í sér að starfsmenn sem þess óska verða leystir undan vinnuskyldu síðasta mánuð uppsagnarfrests. Öllum starfsmönnum er tryggður að lágmarki þriggja mánaða uppsagnarfrestur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að Efling muni falla frá réttindum og skyldum í tilvikum þar sem starfsmaður óski eftir að ganga í annað starf áður en uppsagnarfrestur sé liðinn. Þá verði starfsfólki þar að auki veitt aukið svigrúm til að sækjast eftir öðrum störfum á uppsagnarfresti óski það þess, til dæmis að fara í atvinnuviðtöl á vinnutíma. „Ég lýsi ánægju með að samráð við trúnaðarmenn hafi skilað sér í samkomulagi. Staðið hefur verið rétt og faglega að ferlinu. Það er hins vegar mjög leitt að minnihluti stjórnar hafi ekki virt trúnað og kosið að leka upplýsingum í fjölmiðla meðan á samráði stóð. Vanstillt umræða hefur svo farið úr böndunum síðustu sólarhringa þar sem ýmsir hafa sett sig á háan hest án þess að vita nokkuð um málið. Er það engum til sóma,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar í tilkynningunni.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00 Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18 Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ráðgjöf við ráðningar hjá Eflingu fyrir meira en 15 milljónir Allt logar í illdeilum innan verkalýðshreyfingarinnar eftir að stjórn Eflingar ákvað að segja öllum starfsmönnum félagsins upp. Umfangsmikið ferli er fram undan hjá Eflingu við að endurráða í hátt í fjörutíu stöður. 12. apríl 2022 22:00
Gagnrýni Drífu „í takt við þá stéttahollustu“ sem hún vilji sýna Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að sér þyki ekki óeðlilegt að ráðast í skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins með hópuppsögnum. Hún fordæmir þá gagnrýni sem aðrir verkalýðsforingjar hafa sett fram. 12. apríl 2022 15:18
Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. 12. apríl 2022 13:11