Vilja forgang á framkvæmdir svo hægt sé að losna við Baldur fyrir fullt og allt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 12:58 Baldur er kominn til ára sinna. Vísir/Sigurjón Sveitarfélögin Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur telja að ástand ferjunnar Baldurs, sem sveitarfélögin nefna að sé ömurlegt, sýni nauðsyn þess að Herjólfur III leysi ferjuna af án tafar. Fjallað var um ástand Baldurs í Kveik á RÚV í gær þar sem fyrrverandi skipaeftirlitsmaður skoðaði meðal annars skipið. Sást meðal annars að búið var að gera gat á síðu skipsins og útbúa lúgu, sem á að auðvelda áhöfn að hreinsa þilfarið. Í umfjöllun Kveiks var farið yfir sögu Baldurs, sem smíðað var árið 1979 og sigldi lengst af við Noregsstrendur. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna tveggja segir að þau hafi ítrekað bent á að Baldur, sem siglir á milli Stykkishóls og Brjánslæks, uppfylli ekki þá öryggisþætti og aðbúnað sem krafa er gerð um að nútímaferja uppfylli. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar.“ Í Kveik kom fram að verið væri að hefja hönnunn á nýrri ferju, sem gæti verið tilbúin eftir fimm ár. Sveitarfélögin fagna því en telja jafn fram nauðsynlegt að ráðast þurfi í framkvæmdir á ekjubrúm á Stykkishólmi og Brjánslæk svo gamli Herjólfur geti siglt þar á milli, eins og stefnt er að á haustmánuðum 2023. „Eins og öllum ætti að vera ljóst sem sáu umfjöllun Kveiks er ekki hægt að draga úrbætur svo lengi og er algjörlega nauðsynlegt að Herjólfur III leysi Baldur af án tafar. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauðsynlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.“ Samgöngur Tálknafjörður Vesturbyggð Snæfellsbær Ferjan Baldur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Fjallað var um ástand Baldurs í Kveik á RÚV í gær þar sem fyrrverandi skipaeftirlitsmaður skoðaði meðal annars skipið. Sást meðal annars að búið var að gera gat á síðu skipsins og útbúa lúgu, sem á að auðvelda áhöfn að hreinsa þilfarið. Í umfjöllun Kveiks var farið yfir sögu Baldurs, sem smíðað var árið 1979 og sigldi lengst af við Noregsstrendur. Í yfirlýsingu sveitarfélaganna tveggja segir að þau hafi ítrekað bent á að Baldur, sem siglir á milli Stykkishóls og Brjánslæks, uppfylli ekki þá öryggisþætti og aðbúnað sem krafa er gerð um að nútímaferja uppfylli. „Öryggi farþega og áhafnar er stefnt í hættu alla daga og krefjast sveitarfélögin þess að samstundis verði brugðist við og ráðstafanir gerðar.“ Í Kveik kom fram að verið væri að hefja hönnunn á nýrri ferju, sem gæti verið tilbúin eftir fimm ár. Sveitarfélögin fagna því en telja jafn fram nauðsynlegt að ráðast þurfi í framkvæmdir á ekjubrúm á Stykkishólmi og Brjánslæk svo gamli Herjólfur geti siglt þar á milli, eins og stefnt er að á haustmánuðum 2023. „Eins og öllum ætti að vera ljóst sem sáu umfjöllun Kveiks er ekki hægt að draga úrbætur svo lengi og er algjörlega nauðsynlegt að Herjólfur III leysi Baldur af án tafar. Sveitarfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum krefjast þess að nauðsynlegar framkvæmdir verði settar í algjöran forgang og farið verði af stað með þær strax svo hægt verði að leggja núverandi ferju fyrir fullt og allt.“
Samgöngur Tálknafjörður Vesturbyggð Snæfellsbær Ferjan Baldur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira