Enski boltinn

Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag

Atli Arason skrifar
Erik ten Hag er vinsæll.
Erik ten Hag er vinsæll. Getty Images

Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin.

Hollenski fjölmiðilinn De Telegraaf greinir frá því að Leipzig hafi nú þegar boðið Ten Hag samning á meðan Dortmund er með tilboð í bígerð.

Bæði Dortmund og Leipzig eru í efstu fjórum sætum þýsku úrvalsdeildarinnar og eru líkleg til að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næsta tímabil. Eitthvað sem er aðeins fjarlægari draumur hjá Manchester United eins og er. Enska liðið er í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá Meistaradeildarsæti þegar liðið á sjö leiki eftir.

Miðilinn telur að Hollendingurinn sé að íhuga tilboð Leipzig þar sem að hann vill stýra liði sem keppir í Meistaradeild Evrópu. Yfirlýst markmið Leipzig er að brúa bilið í Bayern Munchen og Dortmund og stefnir liðið á að berjast um titla á komandi árum og Leipzig vill fá Ten Hag til að leiða þá vegferð.

Ten Hag hefur neitað gefa einhver ummæli um málið og hyggst ekki taka þátt í neinum vangaveltum og orðrómum í fjölmiðlum. Ajax hefur t.d. bannað enskum fjölmiðlum frá fjölmiðlafundi liðsins um helgina fyrir komandi leik Ajax gegn PSV í úrslitaleik hollenska bikarsins. Það er því ljóst að mikil samkeppni verður um undirskrift Ten Hag fyrir næsta leiktímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×