Stones: þeir reyna stundum eitthvað svona | Þurftu aðstoð lögreglu í leikmannagöngum Atli Arason skrifar 13. apríl 2022 22:57 John Stones í baráttu við Joao Felix í leiknum í kvöld. Getty Images John Stones, leikmaður Manchester City, var umfram allt ánægður að City sé komið áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir erfitt kvöld í Madríd. „Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
„Við vitum að þetta er ekki auðveldur staður til að koma á, í svona andstyggilegum aðstæðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég spila á þessum velli en eg var búinn að heyra fra nokkrum liðsfélögum mínum sem hafa komið hingað áður um hvernig það er að spila hérna. Heilt yfir var þetta mjög erfitt kvöld,“ sagði John Stones í viðtali hjá BT Sports eftir leik. Það sauð allt upp úr undir lok leiks eftir að Felipe sparkaði í Foden. Leikmenn beggja liða hópuðust saman og það virtist um stund allt stefna í hópslagsmál. „Phil var ógn í báðum leikjum. Hann hefur verið svo mikilvægur fyrir okkur og hann gerði vel í að koma boltanum upp völlinn og draga að sér andstæðinga. Hann fékk mörg spörk í leiknum og hann er að finna vel fyrir þeim núna inn í klefa,“ svaraði Stones og hló, aðspurður út í stöðuna á Foden eftir leik. Atletico lið Diego Simone er þekkt fyrir að reyna allt til að komast inn í haus andstæðingsins í leikjum sínum. Hart var barist í gegnum allan leikinn og meira að segja áfram inn í leikmannagöngin eftir leik þar sem að lögregluaðstoð þurfti til að stíga menn í sundur. „Við vitum að þeir reyna stundum eitthvað svona en við svöruðum því bara mjög vel. Það er ekki skemmtilegt að tala um þessi einstöku atvik því heilt yfir þá spiluðum við vel í gegnum þessa tvo leiki gegn svona reyndu liði í því sem þeir gera, að verjast aftarlega. Ég er mjög stoltur af liðinu því við héldum haus. Það er mjög auðvelt að dragast í einhverja svona vitleysu,“ sagði Stones. Police in the tunnel after the match 👮♂️🚔Atletico Madrid 0-0 Manchester City [agg 0-1] #ucl #Atleti #ATMMCI #ChampionsLeague #Football #Savic #ManCity pic.twitter.com/7GOgtmPfqy— ZStudios (@Zakstudios3) April 13, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira