Vaktin: Sprengingar heyrðust í Kænugarði Eiður Þór Árnason, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 14. apríl 2022 16:20 Starfsmaður kirkjugarðs stendur við grafir óbreyttra borgara sem voru myrtir í Bucha, nærri Kænugarði. AP/Rodrigo Abd Rússnesk stjórnvöld segja að Úkraínuher hafi sent þyrlur inn í lofthelgi Rússa. Þar hafi flugmenn skotið sprengjum á byggingar í þorpinu Klimovo í Brjanskfylki. Rússar hafa áður haldið sams konar ásökunum á lofti, en Úkraínumenn neituðu þeim. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Stríðandi fylkingar Rússa og Úkraínumanna hafa náð samkomulagi um að opna níu mannúðarleiðir út úr mismunandi borgum í Úkraínu sem Rússar sitja um. Þar á meðal er leið út úr Mariupol, sem er rústir einar eftir linnulausar árásir Rússa. Rússar hafa viðurkennt að Moskva, eitt flaggskipa rússneska flotans, sé sokkið. Bandaríkin hafa lofað að senda fleiri hergögn til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að með sendingunni muni Úkraínumenn öðlast „nýja eiginleika“ í baráttunni við innrásarher Rússa. Rússar segja fjölda úkraínskra hermanna í Mariupol hafa gefist upp í gær. Úkraínskir herforingjar segja borgina þó ekki hafa fallið. Rússar hafa sakað úkraínska herinn um að fara á þyrlum yfir norðurlandamæri Úkraínu og ráðast á þorpið Klimovo í Brjanskfylki með sprengjum. Hér má finna vakt gærdagsins. Hér gefur að líta kort sem sýnir helstu borgir Úkraínu sem hafa komið við sögu í innrásinni.vísir
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira